Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2014 Mars

31.03.2014 10:54

Kvennatölt Vesturlands

KVENNATÖLT VESTURLANDS 2014:

Kvennatölt Vesturlands verður haldið miðvikudaginn 16. apríl 2014 kl. 18:00 í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi. Keppt verður í tveimur flokkum vanar og minna vanar. Skipuleggjendur áskilja sér rétt til að færa þátttakendur milli flokka telji þeir að skráning sé ekki rétt. Keppnisrétt hafa konur sem eru búsettar eða starfa á Vesturlandi eða tengjast landshlutanum með einhverjum hætti. Hver keppandi má keppa á fleiri en einum hesti.
Fyrir fyrsta sætið í báðum flokkum verða peningaverðlaun sem fara eftir þátttöku í mótinu (auglýst nánar síðar) og einnig verða verðlaun fyrir 2. og 3. sætið í báðum flokkum.
Skráningar skulu sendar til Inga Tryggvasonar á netfangið lit@simnet.is í síðasta lagi mánudaginn 14. apríl 2014. Fram skal koma nafn á keppanda og hesti og IS númer hests.
Einnig í hvaða flokki keppandi er og upp á hvaða hendi er keppt.
Skráningargjald er 2.500 kr. fyrir fyrsta hest en 2.000 fyrir annan hest. Skráningargjald skal greiðast í síðasta lagi mánudaginn 14. apríl 2014 inn á reikning 0354-26-1218, kt. 190262-2009.
Frekari upplýsingar veita Ámundi Sigurðsson gsm 892 5678 (amundi@isl.is) og Ingi Tryggvason gsm 860 2181 (lit@simnet.is)

Konur eru hvattar til að taka þátt og gera þetta að árlegum viðburði á Vesturlandi.

Undirbúningsnefndin

30.03.2014 13:41

FEIF Youth Cup

Minnum á umsóknarfrestinn - 1. apríl

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Cup sem haldið verður dagana 11. - 20. júlí 2014 að Hólum í Hjaltadal. Heimasíðan www.lhhestar.is/is/youth-cup-2014  er upplýsingasíða mótsins.

Skilyrði fyrir þátttöku eru: 

·         Reynsla í hestamennsku 
·         Keppnisreynsla í íþróttakeppni 
·         Góð enskukunnátta 
·         Sjálfstæði og jákvæðni 
·         Að geta unnið í hóp 
·         Reglusemi

Á vef FEIF Youth Cup er að finna umsóknareyðublað sem fylla þarf út og senda til skrifstofu LH. Einnig þarf bréf frá umsækjanda að fylgja, þar sem hann segir frá sjálfum sér, áhugamálum, hestamennsu og því sem hann vill koma á framfæri.

Nánari upplýsingar fást á heimasíðu FEIF Youth Cup, skrifstofu LH og hjá æskulýðsfulltrúum LH og hestamannafélaganna.

Umsóknir þurfa að hafa borist skrifstofu LH, Engjavegi 6, 104 Reykjavík fyrir 1. apríl 2014. Senda má umsóknir á ofangreint póstfang í bréfpósti eða í tölvupósti á netfangiðhilda@landsmot.is.

Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga 

29.03.2014 01:07

Akstur á reiðvegum

Hér að neðan má sá myndir sem teknar voru 26. mars, s.l.  af reiðveginum frá hesthúsahverfi Skugga upp í Bjarnhóla.   Vegurinn er greinilega merktur sem reiðvegur og að bannað sé að aka um hann. Þrátt fyrir það hafði daginn áður hafði verið ekið á stórri dráttarvél með þungt æki um veginn og að því er best var séð ekki aðeins eina ferð . Vegurinn er illa farinn með 10 - 15 sm.  djúpum hjólförum,  þar sem komin var þíða í veginn og hann mjög blautur.

Á síðustu misserum hafa verið settar upp þrengingar eða annarskonar hindranir á reiðvegina til þess að koma í veg fyrir akandi umferð. Töluvert hefur verið kvartað yfir þessum hindrunum og þær jafnvel fjarlægðar af óviðkomandi.   Þessum lokunum fyrir akandi umferð hefur ekki verið fylgt fast eftir og reynt að treysta fólki til þess að fara eftir reglum og að það valdi ekki vísvitandi tjóni á reiðvegunum.  Þessi reynsla sýnir að því miður er það ekki hægt.

Ekki var nóg með að ekið var um reiðveginn sem var algjörlega óþarft,  þá sturtaði viðkomandi hrossataði þar sem það er óheimilt.  Við sem höfum aðstöðu í hesthúsahverfi Skugga skulum hafa það í huga að fara eftir þeim reglum sem okkur eru settar varandi losun hrossataðs, því ef við ekki gerum það,  getum við búist kostnaður við losun þess verði margfaldur á við það sem nú er. 

Í þessu sambandi er þó ánægjulegt að geta sagt frá því að viðkomandi hefur  lofað að lagfæra veginn þegar hann þornar.  Því er fagnað og verður þakkað  að verki loknu.

Skorað er á alla félaga Hestamannafélagsins Skugga að standa vörð um hagsmuni okkar og gæti þess að valda ekki tjóni á mannvirkjum okkar.  Einnig að hafa auga með því og reyni að koma í veg fyrir að aðrir geri það .

Formaður reiðveganefndar Hmf. Skugga

Marteinn Valdimarsson
28.03.2014 21:22

Vesturlandssýningin

Nú er spennan í hámarki - hvað fáum við að sjá annað kvöld í Faxaborg, Prentuð útlisting á þeim atriðum sem boðin verða fram er hér að finna en eins og allir vita þá er sjón sögu ríkari. 

28.03.2014 21:14

Hestadagar í Reykjavík

Fyrir dyrum standa Hestadagar. Þeir hefjast með formlegum hætti fimmtudaginn 3. apríl kl. 19:00 við Hörpuna. Dagskrá kvöldsins þar verður með þessum hætti:

·         Kl: 19:00 - Fultrúar félaga á höfuðborgarsvæðinu koma ríðandi að Hörpu með fána sinna félaga og formlega tekið á móti gestum með fordrykk í anddyri Hörpu. Hestadagar settir formlega.

·         Kl: 20:00 - Hestaat í Hörpu. Hér leiða saman hesta sína Hilmir Snær og hljómsveitirnar Brother Grass og Hundur í óskilum. Boðið verður upp á nýstárlegt, tónrænt uppistand í Norðurljósasal Hörpu. Íslenski hesturinn verður skoðaður frá öllum hliðum og rifjuð upp rysjótt sambúð hans við ótamin náttúruöfl og brokkgenga þjóð. 

 Miðinn á Hestaatið kostar kr. 4.000 á midi.is. LH langar hins vegar að bjóða hestamönnum betri kjör eða miðann á kr. 3.500 ef 10 manns eða fleiri taka sig saman og panta miða sem hópur. Þá verða miðakaupinn að fara í gegnum skrifstofu LH, hilda@landsmot.is. Tilboðið gildir til þriðjud agsins 1. apríl.

Er ekki upplagt að skapa stemningu fyrir þessum einstaka viðburði í Hörpunni og skella sér í bæinn á Hestadaga?

 

26.03.2014 22:48

Faxaborg - sýning 29.3.14

Auglýsingu á pdf formi vegna Vesturlandssýningar í Faxaborg næsta laugardag, 29.mars má finna hérna. Minnt er á miðana sem eru til sölu í Knapanum - ekki treysta á að þeir verði til lengi. Að sögn verða um 400 miðar seldir og eru þeir ekki lengi að fara. 

24.03.2014 14:39

Vesturlandssýning

Nú styttist í einn stærsta viðburð í Faxaborg, hina árlegu Vesturlandssýningu. Hérna er að finna auglýsingu frá nefndinni sem ötullega hefur unnið að undirbúningi.

21.03.2014 22:50

LH bikarmót

Bikarmót LH - af vef Landsambands hestamanna. 

Bikarmót LH verður haldið dagana 23. og 24.apríl 2014 í Spretti og Fáki. Unglingar og ungmenni keppa í forkeppni í TM höllinni í Fáki miðvikudaginn 23.apríl í T3, V3, F3, unglingar í T3 og V3. Á sama tíma verða fullorðnir í Sprettshöllinni og keppa í T3, V3 og F3. Úrslit fara fram fyrir hádegi 24.apríl (Sumardagurinn fyrsti) og A úrslit í öllum flokkum og greinum eftir hádegi.

Nánari tímasetningar verða gefnar út þegar nær dregur, bréf með fjölda hvers félags eða svæðis verður sent á hestamannafélögin strax eftir helgi. Búast má við mikilli hestaveislu og frábæru móti við einhverjar bestur aðstæður sem hægt er að bjóða upp á. Bikarkeppni LH er ný keppni í anda bikarkeppna annarra sérsambanda sem klárlega mun vaxa og dafna. 

  

21.03.2014 21:37

Reiðnámskeið

Almennt reiðnámskeið fyrir vana á vegum Skugga

fyrir börn, unglinga og ungmenni.

Námskeiðið verður haldið í reiðhöllinni Faxaborg.

Reiðkennari: Linda Rún Pétursdóttir.

Fyrirkomulag kennslu:

Skipt verður niður í hópa og hver hópur mætir í 40 mín. tíma aðra hvora viku. Kennt verður frá  kl: 17-20.

Dagsetningar sem námskeiðin verða:

Fimmtudagur 03.apríl, 10.apríl, 8.maí, 15.maí,  22.maí, 29.maí à hópatímar

Föstudagur 25.apríl , 2.maí àhópatímar

Verð fyrir félagsmenn 8.000,- kr.

Nánari upplýsingar hjá Æskulýðsnefnd Skugga

Skráning:

aeskulydsnefndskugga@gmail.com , sími 898 7573 Magga

Mikilvægt er að láta koma fram aldur og símanúmer.

Skráningar þurfa að berast fyrir 28. mars, n.k.

Æskulýðsnefnd Skugga


20.03.2014 23:22

Reiðnámskeið í Faxaborg

Reiðnámskeið á vegum FT fyrir almenning dagana 4.- 6. apríl 2014 í reiðhöllinni í Borgarnesi

 Boðið verður uppá helgarnámskeið þar sem áhersla er lögð á samspil milli manns og hests og að auka mýkt og léttleika. Þrír útskrifaðir reiðkennarar frá Háskólanum á Hólum munu sjá um kennsluna, þær Christina Mai, Sina Scholz og Sjöfn Sæmundsdóttir. Uppbygging námskeiðsins eru einkatímar, hópatímar, fyrirlestur og sýnikennsla. Námskeiðið byrjar kl: 17 á föstudaginn með einkatímum og endar með opinni sýnikennslu á sunnudaginn sem hefst kl: 18.  Kennsla miðast við þarfir og óskir hvers og eins.

Þátttakendur þurfa að hafa náð 14 aldursári og vera vanir á hestbaki.

Námskeiðsgjald 25.000 kr. Frítt hesthúsapláss í reiðhöllinni fyrir félagsmenn Skugga og Faxa.

 Skráningarfrestur er til 26. mars hjá sina@mail.holar.is.

Nánari upplýsingar má fá í s. 893-8279 Sina eða 843-9156 Ingvar.

17.03.2014 22:38

Úrtaka v. LH mót

Fyrirhugað er að LH haldi "Bikarmót" í Kópavogi, með þátttöku efstu hesta úr vetrar-mótaröðunum á landinu.  Fyrirhugað er að þetta "Bikarmót" verði haldið fyrstu helgina í apríl í tengslum við Hestadaga í Reykjavík. 
Ekki liggur alveg endanlega fyrir með fyrirkomulag þessa móts, en það er ekki eftir neinu að bíða að skipuleggja úrtöku fyrir töltið og fjórganginn og verður þessi úrtaka fyrir öll félögin á Vesturlandi. 
Úrtakan verður í Faxaborg föstudaginn 21. mars og byrjar kl. 20. Við byrjum á fjórganginum V2 - unglingar - ungmenni - fullorðnir. Síðan er töltið T3 í sömu röð.  

Þátttökugjald er kr. 2.000.-, en þátttaka er bundin við félagsmenn í félögum á Vesturlandi.  

Þátttöku ber að tilkynna á netfangið kristgis@simnet.is eða í síma 898 - 4569. Fram þarf að koma nafn knapa - nafn hests - grein - og upp á hvora höndina riðið verður. 
Tilkynna þarf mætingu í síðasta lagi kl. 20 á fimmtudag.  

Reiknað er með að efstu knapar í fimmgangi á laugardaginn síðasta hafi unnið sér inn þátttökurétt að uppfylltum skilyrðum um félagsaðild.  

16.03.2014 22:10

Úrslit KB mót- 5g og T7

Nú er hægt að skoða úrslit frá mótinu 15. mars hérna, bæði niðurstöður forkeppni og úrslita. Eins eru nokkrar myndir komnar inn í myndaalbúm, eru þær frá verðlaunaefhendingu en því miður ekki af öllum. 

15.03.2014 23:02

Að lokinni KB mótaröð

Þá er lokið KB mótaröðinni að þessu sinni. Haldin voru þrjú mót, fjórgangur 8. febrúar, tölt 1. mars og fimmgangur og tölt T7 15. mars. Skráningar voru á öllum mótunum vel yfir 100 sem verður að teljast alveg frábært. Mótanefnd þakkar öllum sem að mótunum komu, starfsmönnum, keppendum og áhorfendum fyrir þeirra framlag, en sérstakar þakkir fær Kaupfélag Borgfirðinga sem var aðalstyrktaraðili mótaraðarinnar í ár sem og síðustu ár. Gangur mótanna og bragur allur hefur verið mjög góður og allt farið vel fram. 
Úrslit síðasta mót munu birtast á morgun, sunnudag, og þá verða einnig settar inn einhverjar myndir sem teknar voru af verðlaunaafhendingum.  

14.03.2014 20:58

KB - töltT7 og fimmgangur

Þá er kominn lítillega leiðréttur ráslisti- Væntanlega er hann endanlegur. Allir áhugamenn um hestamennsku eru hvattir til að mæta í Faxaborg á morgun og njóta þess sem þar fer fram. 

13.03.2014 23:40

KB mótaröðin - ráslisti 15.3.14

Þá er fyrsta útgáfa ráslistans tilbúin til birtingar - skráningar rétt um 110 þannig að hér er um stórt mót að ræða að venju. Endilega skoðið listann og látið vita ef einnhvað er aðfinnsluvert eða rangt. Senda má athugasemdir á netföngin jonkristj@hotmail.com eða kristgis@simnet.is. Endanlegur listi birtist svo hérna annað kvöld. Mótið byrjar á keppni í T7 kl. 10 á laugardag og er röðin þessi: Ungmennaflokkur - unglingaflokkur - barnaflokkur - 2. flokkur. (Hádegishlé) Fimmgangur 21. árs og yngri - 1. flokkur - opinn flokkur -  B úrslit þar sem þarf. Hlé - A úrslit eru svo riðin í sömu röð, 
Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750153
Samtals gestir: 200237
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 13:31:44

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750153
Samtals gestir: 200237
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 13:31:44