Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2014 Apríl

30.04.2014 23:49

Fjöldi keppenda á LM 2014

LH er búið að gefa út lista yfir fjölda keppenda á Landsmóti í sumar frá hverju félagi. Skuggi má skv. þessum lista senda 3 keppendur í hvern flokk. 

30.04.2014 22:54

Tölt og skeið á LM 2014

Eins og hefðin er á Landsmótsári, vinna 30 efstu töltarar landsins sér þátttökurétt í töltkeppni Landsmótsins. Spennan er mikil þegar kemur að því að fylgjast með listanum og nú eru íþróttamótin hafin og knapar farnir að keppa í tölti til að eiga möguleika á að tryggja sér þátttökurétt.

Keppnisnefnd LH vill árétta þau skilyrði sem sett eru vegna þess árangurs sem gildir inn á stöðulistann:

  • Árangur úr T1 í fullorðinsflokkum gildir - ath: frá og með Landsþingi LH 2012, gildir árangur úr T3 ekki
  • Knapar 18 ára og eldri eru gjaldgengir til þátttöku, ef þeir ná árangri í flokki/keppni fullorðinna
  • 30 efstu töltarar landsins eiga þátttökurétt í Landsmótstöltinu
Nú, ekki má gleyma skeiðinu á Landsmótinu. Knapar keppast við að ná góðum tímum í 100m, 150m og 250m skeiði til að vinna sér inn þátttökurétt á Landsmóti. Þar gildir einfaldlega að tímar þurfa að nást á löglegu móti og fjöldi knapa í skeiðgreinum á Landsmótum er þessi:

  • Í 100m skeiði - 20 bestu tímarnir
  • Í 150m skeiði - 14 bestu tímarnir
  • Í 250m skeiði - 14 bestu tímarnir
Endanlegir stöðulistar í tölti og skeiði verða birtir 22. júní.

Keppnisnefnd LH

30.04.2014 10:36

Hreinsunardagar

Hreinsunardagar Skugga 2014

30.apríl kl 20:00 og 2. maí kl 20:00

- mæting við félagsheimilið Vindási-

Nú, eins og fyrri ár, er hugmyndin sú að félagsmenn Skugga, eigendur hesthúsa og leiguliðar í hesthúsahverfinu mæti og fegri umhverfið hjá okkur.

Mæting hefur verið dræm undanfarin ár svo nú var tekin sú ákvörðun að skipta deginum á tvö kvöld. - Ruslapokar verða á staðnum -

Miðvikudaginn 30.apríl kemur járnagámur við félagsheimilið og verður hann þar fram yfir helgi, við biðjum félagsmenn að setja aðeins járn í þennan gám!!!

Mikið er af járna rusli í og við kerru plan og rúlluplan og hvetjum við fólk til þess að nýta sér gáminn.

Ekki er ætlast til þess að kerrur og traktorar séu í hesthúsahverfinu heldur á kerruplani og þessi tæki fara einstaklega illa á reiðvegum!

Tökum nú höndum saman og höldum áfram því góða verki sem hefur verið unnið á svæðinu okkar.

Umhverfisnefnd Skugga

24.04.2014 23:35

Opið íþróttamót Glaðs 1. maí

Glaður heldur sitt árlega opna íþróttamót á fimmtudaginn 1. maí og hefst mótið stundvíslega kl. 10:00.
Dagskrá:

Forkeppni:

Fjórgangur V2 - opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.

Fimmgangur F2 - opinn flokkur

Tölt T7 - barnaflokkur

Tölt T3 - unglingaflokkur, ungmennaflokkur og opinn flokkur

Pollaflokkur í reiðhöllinni - (9 ára og yngri), frjáls aðferð

Úrslit:

Fjórgangur - opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.

Fimmgangur - opinn flokkur

Tölt - barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl. og opinn flokkur

100 m skeið

 Skráningar:

Þið farið inn á þessa slóð: www.sportfengur.com og smellið á SKRÁNINGAKERFI vinstra megin á síðunni (fyrir neðan Login hnappinn, athugið að ekki á að logga sig inn á SportFeng). Tengill á SportFeng er líka á vef Glaðs, undir Ýmsir tenglar hægra megin á forsíðunni. Á forsíðu skráningakerfisins smellið þið á Skráning í valmynd og síðan á flipann Mót, áframhaldið rekur sig sjálft. Munið að fylla í öll atriði og að fara í vörukörfu í lokin til að fá upplýsingar um greiðslu skráningagjalda.

 Ekki er hægt að skrá í pollaflokkinn með skráningakerfinu, sendið tölvupóst á Þórð eða Svölu (sjá hér neðar). Ekkert skráningargjald er í pollaflokk og allir fá viðurkenningu.

 Ef einhver lendir í vandræðum með skráningar er sjálfsagt að hafa samband við:

Svölu í 861 4466 eða budardalur@simnet.is

Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is

Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í skráningarferlinu. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist! Gjaldið er kr. 1.500 á skráningu. Síðasti dagur skráninga er þriðjudagurinn 29. apríl og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda.

Hvetjum alla til að koma og fylgjast með skemmtilegri keppni!

24.04.2014 22:14

Firmakeppnin - úrslit

Firmakeppni Skugga var haldin sumardaginn fyrsta í aldeilis frábæru veðri. Myndir af verðlaunahöfum koma inn í myndaalbúm fljótlega. Félagið þakkar öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem studdu félagið með framlögum sem og keppendum og starfsmönnum keppninnar. Úrslit urðu eftirfarandi.
Barnaflokkur 8 keppendur:
1. Hreiðar Ingvarsson og Milla f. Syðri Stóru Borg fyrir Ingvar Þór Jóhannsson
2. Berghildur Reynisdóttir fyrir Selás 9
3. Arna Hrönn Ámundadóttir fyrir Bjarna Johansen
4. Ármann Hugi Ólafsson fyrir Brugghús Steðja ehf.
5. Stefanía Hrönn Sigurðardóttir fyrir Kvíaholt ehf.

Unglingaflokkur 8 keppendur:
1. Ísólfur Ólafsson og Urður f. Leirulæk fyrir Rannveigu Heiðarsdóttur
2. Þorgeir Ólafsson og Mirra f. Leirulæk fyrir Borgarverk ehf.
3. Máni Hilmarsson og Nótt f. Akurgerði fyrir Kristínu Jónsdóttur og Sigurð Örn Sigurðsson
4. Guðbjörg Halldórsdóttir og Glampi f. Svarfhóli fyrir Vatnsverk-Guðjón og Árni ehf.
5. Hlynur Sævar Jónsson og Bylur f. Sigríðarstöðum fyrir Guðmund V. Guðsteinsson

Ungmenni 3 keppendur:
1. Klara Sveinbjörnsdóttir fyrir Gösla ehf.
2. Sandra Bergsdóttir fyrir Guðbjörgu Heiðarsdóttur og Birgi Andrésson
3. Ágústa Haraldsdóttir fyrir Sigurð Oddsson

Konur 9 keppendur:
1. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrir Vindás 7
2. Heiða Dís Fjeldsted fyrir JGR umboðs- og heildverslun ehf.
3. Guðrún Ósk Ámundadóttir fyrir Bókhalds- og rekstrarþjónustuna sf.
4. Iðunn S. Svansdóttir fyrir HSS verktak ehf.
5. Hrafnhildur Sigurðardóttir fyrir SÓ Húsbyggingar ehf.

Karlar 12 keppendur:
1. Ámundi Sigurðsson fyrir Bifreiðaþjónustu Harðar ehf.
2. Andrés Jóhannsson fyrir Kræsingar ehf.
3. Birgir Andrésson fyrir HSK-Krana ehf.
4. Ingvar Þór Jóhannsson og Bliki f. Innri Skeljabrekku fyrir Sigvalda Arason
5. Reynir Magnússon fyrir Dyrfljót ehf. (Ensku húsin)

23.04.2014 09:35

Arionbankamótið

Arionbankamót Faxa og Skugga

Opið íþróttamót Faxa og Skugga, Arionbankamótið, verður haldið á félagssvæði Skugga dagana 3. og 4. maí n.k. Fyrri daginn, laugardaginn 3. maí, verður öll forkeppni háð og B úrslit ef þarf, en öll A úrslit verða á sunnudaginn 4. maí. Áskilinn er þó réttur til að endurskoða dagskrána ef skráning verður lítil. Áréttað er að 2. flokkur er einvörðungu ætlaður lítt vönu keppnisfólki sbr. reglur LH þar um. Fyrirhugað er að keppni hefjist kl. 10 laugardaginn 3. maí með keppni í fjórgangi. Skráningargjöld eru kr. 2.000.- í barna og unglingaflokki en kr. 3.000.- í öðrum flokkum.

Keppnisgreinar

Barnaflokkur: Fjórgangur V2, Tölt T3

Unglingaflokkur: Fjórgangur V2, Tölt T3

Ungmennaflokkur: Fjórgangur T2, Tölt T3

2. flokkur: Fjórgangur T2, Tölt T3, Fimmgangur F2.

Opinn flokkur: Fjórg, V1, Tölt T1, Fimmg. F1, Gæðingask., 100 m. skeið.

Skráning fer fram í gegn um mótakerfi Sportfengs. Þar er Faxi valið þegar spurt er um mótshaldara. Skráningarfrestur rennur úr á miðnætti miðvikudaginn 30. apríl. Aðstoð, ef þarf, er hægt að fá í síma 898-4569 eða með því að senda póst á netfangið kristgis@simnet.is .

Mótanefnd Faxa og Skugga

22.04.2014 11:17

Firmakeppnin

Firmakeppni Skugga verður haldin fimmtudaginn 24. apríl, sumardaginn fyrsta, á félagssvæðinu við Vindás. Verður allt með hefðbundnum hætti. Keppt verður í pollaflokki (teymt undir og allir fá verðlaun), barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, kvennaflokki og karlaflokki. Engar skráningar eða slík formlegheit, aðeins mæta á staðinn og taka þátt. Keppnin er með útsláttarfyrirkomulagi, þ.e. einu sinni til þrisvar (fer eftir fjölda keppenda) er fækkað í hópnum sem er að keppa þar til fimm standa eftir, Er þeim síðan raðað upp en niðurstöður kynntar í félagsheimilinu eftir keppnina líkt og gert hefur verið s.l ár. 

Gleðin og keppnin hefst kl. 14 stundvíslega.

22.04.2014 11:11

Líflandsmótið

Líflandsmót Æskulýðsnefndar Fáks.

Æskulýðsnefnd Fáks auglýsir Líflandsmótið í TM höllinni í Reykjavík dagana 26. og 27. apríl.


17.04.2014 02:03

Arionbankamót Faxa og Skugga

Opið Arionbankamót Faxa og Skugga (íþróttamót) verður haldið á mótssvæðinu við Vindás helgina 3. - 4. maí. n.k. Keppt verður í barna - unglinga - ungmenna - 2. og 1. flokki (opnum flokki). Mótið er sett á tvo daga enda reiknað með mikilli skráningu. Ef skráningar hins vegar gefa tilefni til þá verður það endurskoðað þ.e. áskilinn er réttur til að setja mótið á einn dag. Opnað verður fyrir skráningar strax eftir páska og mun þeim ljúka á miðnætti 30. apríl. Nánar verður gerð grein fyrir keppnisgreinum og fyrirkomulagi um páskana. Skráning fer fram í gegn um skráningarkerfi Sportfengs og er væntanlegum keppendum bent á  að þeir verða að vera skráðir í hestamannafélag og  hestur verður að vera skráður í Worldfeng. Ekki verður unnt að gera á þessu undantekningar. 

17.04.2014 01:33

Opið íþróttamót Snæfellings

Hestamannafélagið Snæfellingur heldur opið íþróttamót í Grundarfirði laugardaginn 26. apríl n.k. Þar er keppt í öllum helstu greinum hestaíþrótta og í mörgum flokkum - en allt um það hérna

17.04.2014 00:39

Kvennatölt Vesturlands - úrslit

Kvennatölt Vesturlands fór fram í Faxaborg miðvikudaginn 16. apríl. Er þetta í fyrsta sinn sem þessi keppni er haldin en ekki er ólíklegt að þessi keppni sé komin til að vera. Skráningar um 40 og mótið því af passlegri lengd, hófst kl. 18 og var lokið kl. 20:30. Þeir Ámundi Sigurðsson og Ingi Tryggvason stóðu fyrir mótinu og eiga þakkir skildar fyrir framtakið. Vegleg verðlaun (í formi páskaeggja)  voru veitt, Loftorka gaf verðlaun í B úrslitum, N1 í A úrslitum minna vanar og Samkaup í A úrslitum meira vanar. Þessu til viðbótar fengu sigurvegarar í A úrslitum 25 þús. kr. peningaverðlaun frá mótshöldurum. En úrslit voru sem hér segir:

B úrslit minna vanar

1.       Arna Hrönn Ámundadóttir og Næk f. Miklagarði              5,39

2.       Valka Jónsdóttir og Svaki f. Auðsholtshjáleigu                 5,28

3.       Ágústa Rut Haraldsdóttir og Fáni f. Seli                          5,22

4.       Sóley Birna Björnsdóttir og Lukkudís f. Dalbæ II              4,89

5.       Inga Heiða Halldórsdóttir og Aþena f. Miklagarði             4,89

A úrslit minna vanar

1.       Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Mardöll f. Miklagarði       7,22

2.       Guðrún Ósk Ámundadóttir og Diðrik f. Grenstanga        5,89

3.       Sigurborg Hanna Sigurðardóttir og Aría f. Oddsstöðum 5,78

4.       Arna Hrönn Ámundadóttir og Næk f. Miklagarði              5,72

5.       Steinunn Brynja Hilmarsdóttir og Klöpp f. Skjólbrekku  5,61

6.       Sigríður Þorvaldsdóttir og Flygill f. Hjarðarholti                 5,56

B úrslit meira vanar

1.       Klara Sveinbjörnsdóttir og Óskar f. Hafragili                     6,28

2.       Sigrún Rós Helgadóttir og Bessý f. Heiði                         5,56

3.       Aníta Lára Ómarsdóttir og Greifinn f. Runnum                  5,39

4.       Gyða Helgadóttir og Biskub f. Sigmundarstöðum            5,39

5.       Þórdís Fjeldsteð Þorsteinsdóttir og Snjólfur f. Eskiholti    5,33

A úrslit meira vanar

1.       Linda Rún Pétursdóttir og Snægrímur f. Grímarsstöðum       7,17

2.       Randi Holaker og Þytur f. Skáney                                      6,72

3.       Sandra Steinþórsdóttir og Tíbrá f. Bár                                6,67

4.       Iðunn Svansdóttir og Fjöður f. Ólafsvík                               6,44

5.       Heiða Dís Fjeldsteð og Atlas f. Tjörn                                 6,44

6.       Klara Sveinbjörnsdóttir og Óskar f. Hafragili                       6,44

15.04.2014 22:43

Firmakeppni

Firmakeppni Skugga verður haldin fimmtudaginn 24. apríl, sumardaginn fyrsta, á félagssvæðinu við Vindás. Verður allt með hefðbundnum hætti. Keppt verður í pollaflokki (teymt undir og allir fá verðlaun), barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, kvennaflokki og karlaflokki. Engar skráningar eða slík formlegheit, aðeins mæta á staðinn og taka þátt. Keppnin er með útsláttarfyrirkomulagi, þ.e. einu sinni til þrisvar (fer eftir fjölda keppenda) er fækkað í hópnum sem er að keppa þar til fimm standa eftir, Er þeim síðan raðað upp en niðurstöður kynntar í félagsheimilinu eftir keppnina líkt og gert hefur verið s.l ár. 

15.04.2014 22:38

Kvennatölt Vesturlands

Þá eru ráslistar fyrir Kvennatölt Vesturlands tilbúnir. Er þá hérna að finna. Mótið hefst stundvíslega kl. 18 á morgun, miðvikudag. Byrjað verður á forkeppni í 2. flokki. 

13.04.2014 21:47

Fundargerðir og skjöl

Undir "fundargerðir og skjöl" er hægt að finna ýmislegt tengt keppnum og félagsstarfi. Nú er búið að setja inn gögn frá aðalfundi sem og niðurstöður allra forkeppna KB mótaraðarinnar. Þetta er allt hægt að sækja á sama stað - er vonandi til þæginda fyrir einhvern. 

12.04.2014 22:09

Rauðanesfjörur

Rauðanesferðin!!

2014

Hin árlega fjöruferð á Rauðanesfjöru verður farin á

Föstudaginn langa 18.apríl

 Lagt verður af stað kl. 11:30

 Fólk er vinsamlegast beðið að stilla hestafjölda í hóf og athuga að ferðin sé ekki hugsuð fyrir unga krakka.

 Takið með ykkur góða skapið og klæðnað eftir veðri og vindum

Allir velkomnir.

                                  Ferðanefnd Skugga 

Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750204
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:05:04

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750204
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:05:04