Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2014 Maí

28.05.2014 23:14

Síðsumarsferðin - tilkynning

Síðsumarsferð Skugga 2014 

Síðsumarsferð Skugga verður farin dagana 27.-29. Júlí

Riðið verður suður Löngufjörur!

Dagur 1. Lagt af stað frá bænum Gaul (Snæfellsnesi)

og riðið að Skógarnesi

Dagur 2. Skógarnes - Hausthúseyjar- Haukatunga

Dagur 3. Haukatunga - Borgarnes 

Gist verður í Lindartungu báðar næturnar,

 hægt verður að koma með hrossinn daginn áður vestur að Gaul 

Von er á góðum fjörum þar sem verður stórstreymisfjara 28. Júlí

Skráning og kostnaður auglýst síðar!

Takið frá þessa daga og fjölmennum í skemmtilegri fjöruferð J

ALLIR VELKOMNIR.  

Nefndin J

28.05.2014 23:07

Æfing fyrir úrtöku

Ágætu Skugga-félagar,

Æskulýðsnefnd Skugga hefur fengið Lindu Rún Pétursdóttir til að vera með æfingar á næstu dögum, fyrir þau börn, unglinga og ungmenni, sem hyggjast taka þátt í úrtöku fyrir landsmót - og þá sem stefna á landsmót í framhaldinu.

Linda Rún verður með æfingarnar á eftirtöldum dögum:
  • Fimmtudaginn 29. maí (á morgun), kl. 18:00
  • Þriðjudaginn 03. júní, kl. 18:00
  • Miðvikudaginn 11. júní, kl. 18:00

Þeir sem vilja taka þátt í þessum æfingum mæti við reiðhöllina Faxaborg fyrir þessa tíma og gefi sig fram við Lindu Rún.

Kveðja,
f.h. Æskulýðsnefndar
Helgi Gissurarson 

28.05.2014 06:41

Frá stjórn LH

Til þeirra er málið varðar

Á 15. fundi stjórnar Landssambands hestamannafélaga þann 26. maí 2014 var ákveðið að fara að áskorun yfirdýralæknis um að banna notkun á mélum með tunguboga og vogarafli í keppni. Ákvörðunin er byggð á rannsóknum Sigríðar Björnsdóttur og Þorvaldar Kristjánssonar sem sýnir að slík mél eru afgerandi áhættuþáttur fyrir áverka á kjálkabeini hjá keppnishestum. Mél teljast vera með tunguboga þegar hæðarmunur frá neðri kanti á endastykki upp í neðri kant á efsta hluta (miðhluta) mélanna er meiri en 0,5 sm. Öll mél með stöngum og/eða keðju teljast mél með vogarafli.

Á 14. fundi sínum ákvað stjórn LH að fá lögmann til að lesa lög sambandsins og í framhaldinu gera minnisblað um hvort stjórn væri heimilt að banna tungubogamél með vogarafli út frá lögum LH, FEIF, FEI og dýraverndarlögum. Aflað var álits Guðjóns Ármannssonar hrl. hjá LEX lögmannsstofu sem komst að þeirri niðurstöðu að stjórn LH væri heimilt að banna framangreindan búnað í íþrótta- og gæðingakeppni á vegum LH og FEIF þar sem keppt væri eftir lögum og reglum umræddra samtaka.

Bann þetta tekur þegar gildi, eða frá og með 27.  maí 2014. Stjórn LH mun leggja þessa niðurstöðu sína og þá nýjar upplýsingar ef fram eru komnar, fyrir landsþing LH sem haldið verður á Selfossi dagana 17. - 18. október 2014.

Stjórn LH

26.05.2014 06:17

Æskulýðsnefnd

Æskulýðsnefnd Skugga boðar hér með til fundar í Félagsheimili Skugga, þriðjudaginn 27. maí n.k., kl. 18:00 - fyrir alla þá krakka og unglinga, sem vilja taka þátt í Æskulýðsdegi Vesturlands, sem fyrirhugaður er í Borgarnesi, sunnudaginn 01. júní n.k.  
Foreldrar eru hvattir til að mæta með krökkunum.

fyrir hönd Æskulýðsnefndar
Sæmundur Jónsson

25.05.2014 05:35

Að loknu móti

Þá er lokið glæsilegu gæðingamóti Faxa og Skugga. Við Skuggamenn megum alveg vera mjög sátt við frammistöðu okkar fólks. Mótið tókst í alla staði vel þótt kappreiðarnar hefðu mátt vera betur skipulagðar - spurning hvort þær eiga heima á stórmóti sem þessu þar sem allir eru búnir að fá sig fullsadda eftir langan og strangan dag. Núna var gefinn út nákvæmur tímaseðill og var merkilegt hversu vel hann stóðst, amk þar til kom að úrslitum, var tíminn fyrir þau heldur vanmetinn enda 6 - 8 í flestum úrslitum. Tel ég þó að verulegt hagræði sé í því að tímasetja mótið eins vel og hægt er. Stór þáttur í því hversu vel mótið gekk var auðvitað það að aldrei þurfti að bíða eftir keppenda - eiga keppendur mikið hrós skilið fyrir stundvísi og nákvæmni. Eins var reynt að birta niðurstöður á facebook um leið og þær lágu fyrir og sýnilegt að margir kunna að meta það. Þær eru sem sagt fyrirliggjandi þar í bútum en heildarniðurstöður koma fljótlega. Eins og tölurnar bera með sér þá var hér um sterkt mót að ræða. Ágætir dómarar mótsins voru Lárus Ástmar Hannesson, Elvar Einarsson og Valur Valsson og eru þeim þökkuð þeirra störf. En félagsmenn í Faxa og Skugga mega vera stoltir af hestakostinum og hinum glæsilegu knöpum sem hér komu fram. 

24.05.2014 00:32

Ráslisti laugardags

Þá ætti endanlegur ráslisti að hafa litið dagsins ljós, amk verður engu breytt fyrr en þá í dómpalli á morgun. 
Um miðjan dag verður boðið upp á "pollakeppni" þ.e. börn 9 ára og yngri fá að koma og ríða tvo til þrjá hringi líkt og gerist í keppni. Hins vegar er ekki um eiginlega keppni að ræða og allir fá viðurkenningu. Vonum við að þetta verði skemmtileg viðbót við mótið okkar. 
Keppnin á morgun hefst kl. 9:30 á B flokki gæðinga og þar á eftir er barnaflokkur. Reikna má með að svo verði hédegishlé. Keppni í unglingaflokki byrjar svo þar á eftir. En betri dagskrá í kvöld. 

23.05.2014 04:33

Gæðingamót - ráslisti1

Þá er búið að útbúa ráslista laugardagsins, örugglega tekur hann einhverjum breytingum fyrir mótið og þess vegna er áríðandi að fá allar athugasemdir sem allra fyrst á netfangið kristgis@simnet.is . En hérna er ráslistinn. Meiri upplýsingar koma svo á morgun, reynt verður að setja inn einhverjar tímasetningar svo bæði keppendur og gestir geti skipulagt sig. 

21.05.2014 10:27

Auglýsing frá Æskulýðsnefnd LH

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir hestum til láns til að nota á alþjóðlegu æskulýðsmóti sem haldið verður hér á landi í sumar. Áhugasamir nálgast auglýsinguna hér

21.05.2014 03:02

Gæðingamót Faxa og Skugga

Eins og flestir vita vonandi þá er Gæðingamót Faxa og Skugga á laugardaginn, þann 24 maí.  Hefst það  kl. 9:30 með keppni í B flokki. Forkeppni í þessari röð, og keppt er eftir reglum LH, einn keppandi inn á velli í einu. 

B flokkur, 
Barnaflokkur, 
Unglingaflokkur, 
Ungmennaflokkur, 
A flokkur. 

Röð úrslita verða aðeins önnur, átta efstu í hverjum flokki komast í úrslit. Eins verður boðið upp á pollaflokk (9 ára og yngri) - þar fá allir viðurkenningu - skráning á staðnum, auglýst úr dómpalli. Eins verður boðið upp á 150 m. brokk og stökk og 100 m. flugskeið. Skráningargjöld í A og B flokki 2.500.- en 1.500 í öðrum. Þó er frítt í kappreiðar. Skráning fer fram í gegn um Sportfeng og er Faxi valinn þegar spurt er um mótshaldara. Kvittun fyrir skráningargjöldum er send á netfangið faximot@gmail.com. Pantanir á stíum í Faxaborg sendist á kristgis@simnet.is og þangað má líka senda upplýsingar ef um allt þrýtur þegar skráð er.  
Skráningu lýkur kl. 23:59 miðvikudaginn 21. maí. 

Mótanefndin. 

13.05.2014 22:42

Beitarhólf 2014

Umsóknir um beitarhólf fyrir árið 2014 skulu berast skriflega til beitarnefndar Skugga fyrir 20. maí n.k., í netföng:

dila@simnet.is, Ólafur Þorg. (899 6179)

habbasigga@simnet.is, Andrés Jóh. (860 9030)

Í umsóknum skal tilgreina fjölda hrossa sem sótt er um fyrir, í sumarbeit, í haustbeit eða í heilsársbeit.

Mikilvægt er að umsóknir séu komnar til beitanefndar í síðasta lagi 20. maí, n.k., annars er ekki tryggt að menn fái beitarhólf.

Sú nýbreytni verður í ár að nú þarf að ganga frá samningum og greiðslu beitargjalds áður en beitartími hefst, en skv. samningi við Borgarbyggð er það 10. júní.

Beitarnefnd Skugga

11.05.2014 22:27

Kvennareiðin 2014


Þemað í ár er LOPI !!!

Miðvikudaginn 28. maí (daginn fyrir Uppstigningardag) verður hin árlega kvennareið í Borgarnesi.

Lagt verður af stað frá Tunnunni (innst í neðra hverfi) kl. 18.00.
Áætlað þáttökugjald er 2.000 kr. (fer aðeins eftir skráningu) og skal greitt á staðnum við upphaf ferðar.


Skráning er fyrir kl:
22:00 sunnudaginn 25. maí nk.

Skráningar í gegnum einkaskilaboð á facebook eða í síma
Svanhildur Björk Svansdóttir s. 8992170
Birna Hlín Guðjónsdóttir s. 8642889
Halldóra Harðardóttir s. 6903902
María Júlía Jónsdóttir
Kristín Jónsdóttir
Auður Ásta

 

Allar konur velkomnar

08.05.2014 23:06

Ratleikur

Nú fer að líða að ratleik hestamannafélagsins Skugga.

Safnast verður saman við Félagsheimilið sunnudaginn 25.maí 2014,

 klukkan 14:00 stundvíslega. 

Allir að mæta; bæði börn, mömmur, pabbar, ömmur og afar, frænkur og frændur.

Létt hressing og verðlaunaafhending í félagsheimilinu að leik loknum.

 

 Æskulýðsnefnd Skugga

05.05.2014 20:48

Karlrembureiðin

KARLREMBUREIÐ 2014 

Hin árlega Karlrembu-reið verður farin laugardaginn 10mai

Lagt verður af stað frá Vindási 2a, (Halldór Sig/Helgi Helga), kl: 14:00

Gert er ráð fyrir 12-20km  fer eftir veðri gott að hafa 2 hesta

Þáttökugjald er 3.000 kr og skal greitt á staðnum, við upphaf ferðar!

(léttar veitingar)  grill á leiðinni og drykkur

Skráning er fyrir kl: 16:00 föstudaginn 9 mai

Skráning hjá

Birgir Andrésson í síma 8609051

Helga Helgasyni, í síma 894-5030

Halldóri Sigurðssyni, í síma 892-3044

ALLIR KARLMENN VELKOMNIR!

04.05.2014 23:53

Arionbankamótið - úrslit

Þá er lokið fyrsta útimóti ársins og lofar það góðu fyrir framhaldið. Svæðið í frábæru standi og völlurinn með því besta sem gerist. Niðurstöður eru í tveimur skjölum, hringvallargreinar og svo skeiðgreinar. Mótanefnd þakkar öllum sem að mótinu komu, starfsmönnum, keppendum og svo þeim sem lögðu leið sína í Vindásinn um helgina en ekki hvað síst kaffinefndinni sem sá um veitingar af miklum myndarskap í félagsheimilinu. 
Eins og sést af tölunum, sérstaklega í opna flokknum þá var hér um mjög sterkt mót að ræða, líklega það sterkasta sem haldið hefur verið fyrir utan Íslandsmótin. Margir náðu lágmörkum inn á Íslandsmót og töltárangur skilar einhverjum inn á topp 30 fyrir landsmót í sumar. 

03.05.2014 23:11

Arionbankamótið

Þá er lokið fyrri degi Arionbankamótsins. Skráningar voru 114 þegar lagt var af stað í morgun. Gekk forkeppnin vel í alla staði og er ljóst að hér er um sterkt mót að ræða. Einhverntímann hefði það talist með nokkrum ólíkindum að komast ekki í úrslit í tölti með einkunnina 6,50. Mótinu verða gerð skil hérna á síðunni annaðkvöld, þá birtast niðurstöður úr öllum úrslitum og vonandi einnig úr forkeppni. Á morgun, sunnudag, verða 12 úrslit riðin en einu B úrslitin á mótinu voru riðin í dag. Eins lauk keppni í gæðingaskeiði og 100 m. flugskeiði. Myndin sem hér birtist er af sigurvegurum í gæðingaskeiði. 


Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750204
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:05:04

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750204
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:05:04