Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2014 Júní

30.06.2014 21:13

Keppni á LM á Hellu

Í dag, mánudag, var forkeppni í B flokki gæðinga, barnaflokki og ungmennaflokki. Áttum við fullskipað lið í alla þessa flokka. 30 efstu í hverjum flokki komast í milliriðla og var Berghildur Björk Reynisdóttir sú eina sem náði þeim áfanga í dag, til hamingju með það. Munaði afar litlu hjá Eskil og eins var Arna Hrönn ansi nálægt því. 

B flokkur
Eskill f. Leirulæk og Gunnar Halldórsson - 8,53
Hrafnkatla f. Snartartungu og Halldór Sigurkarlsson - 8,32
Draumur f. Sveinatungu og Reynir Magnússon - 7,88

Barnaflokkur
Berghildur Björk Reynisdóttir og Oliver f. Ánabrekku - 8,39
Arna Hrönn Ámundadóttir og Bíldur f. Dalsmynni - 8,26
Stefanía Hrönn Sigurðardóttir og Hermann f. Kúskerpi - 8,07

Ungmennaflokkur
Axel Ásbjörnsson og Sproti f. Hjarðarholti - 8,26
Ágústa Rut Haraldsdóttir og Fáni f. Seli - 8,17
Sigrún Rós Gisssurardóttir og Bessý f. Seli - 8,13

Á morgun verður forkeppni í A flokki gæðinga og unglingaflokki - Óskum við keppendum okkar góðs gengis. 

30.06.2014 21:09

Æskulýðsdagurinn


Sunnudaginn 1. júní 2014 stóð Æskulýðsnefnd Skugga  fyrir Æskulýðsdegi sem haldin var í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi. Þetta er í fyrsta skipti sem Æskulýðsnefnd heldur slíkan dag og gekk hann vonum framar.
Rúmlega 100 gestir komu og gerðu daginn skemmtilegan með okkur. 
Upphaflega var dagurinn hugsaður sem Æskulýðsdagur Vesturlands en því miður sáu önnur hestamannafálög á Vesturlandi sér ekki fært um að taka þátt að þessu sinni. 

Sýningin snérist um fræðslu og kynningu  á hestinum   og voru krakkar úr Hestamannafélaginu Skugga ásamt Sigrúnu Katrínu Halldórsdóttir sem kynntu hestinn fyrir áhorfendum með frábærri sýningu.

Eftir sýninguna voru grillaðar pylsur og teymt undir yngri kynslóðinni.

Við í Æskulýðsnefnd erum ánægð með daginn og vonum að hann verði enn viðburðarmeiri næst.

Við viljum sérstaklega þakka Sigrúnu Katrínu Halldórsdóttir fyrir frábært skipulag og aðstoð.

Geira bakara, Vífilfell, SS, og JGR fyrir styrki.

Æskulýðsnefnd Skugga

23.06.2014 22:45

Landsmótið - forkeppnin

Forkeppni í öllum flokkum fer fram á mánudag og þriðjudag. B flokkur, barnaflokkur og ungmennaflokkur eru á mánudaginn 31.6.en A flokkur og unglingaflokkur á þriðjudag, 1.7. Verður hér reynt eftir getu að birta árangur okkar keppenda sem við vonum auðvitað að verði sem bestur. 
Ráslista er að finna á heimasíðu landsmótsins.

23.06.2014 20:14

Æfingatímar á Hellu

Búið er að gefa út tíma sem keppendur Faxa og Skugga mega nota (æfingatíma) á keppnisvellinum á Hellu. Er niðurröðunina að finna á vef landsmótsins. 
Keppendur eru beðnir um að kynna sér vel þær reglur sem um keppnina gilda, s.s. fótaskoðun og heilbrigðisskoðun en nú verða öll hross (þó ekki hross sem keppa í barna - og unglingaflokki)  að fara  í gegn um slíka skoðun til að fá keppnisleyfi. Sjá nánar á landsmot.is undir "Klár í keppni". 

En æfingatímar Faxa og Skugga eru eftirfarandi
Fimmtudagur 27. júní kl. 21:00 - 21:30
Föstudagur 28. júní kl. 20:00 - 20:30
Laugardagur 29.júní kl. 16:30 - 17:00
Sunnudagur 30. júní kl. 20:30 - 21:00

Ef eitthvað er óljóst fyrir keppendum eða forráðamönnum þeirra er umsjónarmaður heimasíðu tilbúinn til að veita þá aðstoð sem hann getur. 

16.06.2014 22:32

Niðurstöður úrtökumótsins

Hér fylgja niðurstöður frá laugardeginum en þá fór fram úrtökumót allra hestamannafélaga á Vesturlandi. Skuggi má senda þrjá fulltrúa í hvern flokk. Þeir sem fara á landsmót fyrir Skugga eru því eftirtaldir: 

Barnaflokkur
Berglind Björk Reynisdóttir og Óliver f. Ánabrekku
Arna Hrönn Ámundadóttir og Bíldur f. Dalsmynni
Stefanía Sigurðardóttir og Hermann f. Kúskerpi

Unglingaflokkur
Atli Steinar Ingason og Atlas f. Tjörn
Þorgeir Ólafsson og Myrra f. Leirulæk
Máni Hilmarsson og Eldur f. Kálfholti

Ungmennaflokkur
Axel Ásbergsson og Sproti f. Hjarðarholti
Ágústa Rut Haraldsdóttir og Fáni f. Seli
Sigrún Rós Helgadóttir og Bessý f. Heiði

B flokkur gæðinga
Hrafnkatla f. Snartartungu og Halldór Sigurkarlsson
Eskill f. Leirulæk og Gunnar Halldórsson
Draumur f. Sveinatungu og Reynir Magnússon

Abel f. Eskiholti var efstur Skuggahesta en fer ekki á landsmót.

A flokkur gæðinga
Krás f. Arnbjörgum og Gunnar Halldórsson
Hljómur f. Skálpastöðum og Stefán Hrafnkelsson
Grímur f. Borgarnesi og Finnur Kristjánsson13.06.2014 20:53

Ráslistar morgundagsins - 2. útg.

Þá birtist lítt breyttur ráslisti. Verður hann að teljast endanlegur. Ef um einhverjar afskræaningar verður að ræða þarf að tilkynna þær í dómpall í síðasta lagi áður en keppni í viðkomandi flokki hefst. 

12.06.2014 23:43

Úrtakan - ráslisti

Hérna birtist nú ráslisti úrtökumótsins sem haldið er sameiginlega af hestamannafélögum á Vesturlandi hér í Borgarnesi.Það athugist að einhverja minni háttar breytingar kunna að eiga sér stað en vonandi þó sem allra minnstar. Ef einhverjir hafa athugasemdir þá vinsamlega senda þær á  Þórð Ingólfsson  formann Glaðs. Mótið hefst með knapafundi kl. 8 n.k. laugardag. Keppni hefst svo stundvíslega kl. 8:30 í B flokki. 

Tímaseðill er birtur með fyrirvara um breytingar sem kunna að verða gerðar á honum. 

Tími Rásnúmer
08:30 - 10:30 B flokkur 1. - 21.
10:30 - 10:45 Hlé
10:45 - 11:30 B flokkur 22. - 28.
11:30 - 12:00 Hádegishlé
12:00 - 13:20 Ungmenni 1. - 16.
13:20 - 13:30 Hlé
13:30 - 15:40 Unglingar 1 .- 24.
15:40 - 16:00 Hlé
16:00 - 16:20 Barnaflokkur 1. - 5.
16:25 - 18:30 A flokkur 1. - 21
18:30 - 19:00 Kvöldverður
19:00 - 20:30 A flokkur 22. - 38.
20:30 - 21:30 Tölt 1. - 11. 

10.06.2014 14:05

Úrtakan - Tölt T1

Tölt T1 - forkeppni

Ákveðið hefur verið að bjóða upp tölt T1 á úrtökumótinu okkar í Borgarnesi næsta laugardag. Skráning í Sportfeng og er skráningargjald kr.5.000,- Skráningarfrestur er sá sami og fyrir úrtökumótið - þ.e. til kl. 22 miðvikudaginn 11. júní.  Ekki verða riðin úrslit en upplagt fyrir þá sem hugsa sér að komast í topp 30 á LM að reyna, síðasti sjens að ná í einkunn sem nægir fyrir farseðli á LM á Hellu í lok þessa mánaðar.  Einnig telur þetta inná Íslandsmót LH.

Þátttakendur í úrtökunni og töltinu eru minntir á að kynna sér reglur um beislabúnað og fótabúnað hrossanna.


05.06.2014 11:02

Úrtakan fyrir LM

Úrtaka fyrir landsmót

Úrtaka fyrir landsmót verður haldin sameiginlega fyrir hestamannafélögin Dreyra, Faxa, Glað, Skugga og Snæfelling, laugardaginn 14. júní, næstkomandi, á félagssvæði Skugga, við Vindás í Borgarnesi.   Mótið hefst kl. 10:00.


Skráning fer fram með skráningakerfinu á Sportfeng, slóðin inn á skráningakerfið er:
http://skraning.sportfengur.com/  Þar er fyrst valið Mót í valmynd og á skráningasíðunni þar sem stendur Veldu hestamannafélag sem heldur mót er valið Glaður. Svo er fyllt í upplýsingar um knapa og hest og þar sem velja á atburð er valið: Úrtökumót hestamannafélaganna á Vesturlandi 2014 - IS2014GLA091. Næst er að velja keppnisgrein og svo smella á Setja í körfu. Að því loknu þarf að fara inn í Vörukörfuna og klára allt ferlið þar, í lokin fást þá upplýsingar um bankareikning sem greiðsla þarf að berast inn á. Það er mikilvægt að klára allt ferlið!

Skráningar þurfa að hafa borist fyrir kl. 22:00 miðvikudaginn 11. júní næstkomandi og skráningagjöld þarf að greiða innan sama tímafrests.

 

Skráningargjöld eru:  Kr. 4.000,- á hvern hest, fyrir skráningu í flokkum fullorðinna, ungmenna og unglinga.  Skráningargjöld eru:  Kr. 1.000,- fyrir barnaflokk.

 

Keppt verður í eftiröldum greinum:

A flokki gæðinga  -  B flokki gæðinga  -  Barnaflokki  -  Unglingaflokki  -  Ungmennaflokki.

Unnt verður að leigja stíur fyrir keppnishesta í reiðhöllinni Faxaborg, samdægurs eða kvöldið áður og er leigugjald pr. hest kr. 2.000.-.  Pantanir á stíum hjá Ingvari, í síma: 843 9156, eða á netfanginu: johannaerla74@gmail.com

Áætlað er að halda knapafund með mótstjórn, kl. 09:00 um morguninn.

Völlurinn verður opinn til æfinga dagana fyrir mót í samráði við vallarnefnd Skugga, en ekki verður unnt að æfa eftir kl. 18:00, kvöldið fyrir mótsdag.

 Nánari upplýsingar um mótið gefa mótstjórar;  Ásdís Sigurðardóttir, í síma: 845 8828 og Stefán Ármannsson, í síma: 897 5194.

04.06.2014 10:21

Úrtaka fyrir LM á Hellu

Úrtaka allra hestamannafélaga á Vesturlandi fyrir LM 2014 á Hellu fer fram í Borgarnesi laugardaginn 14. júní n.k. Verið er að forma fyrirkomulagið en úrtakan hefst kl. 10 árdegis. Keppt verður í öllum flokkum sem keppt er í á LM - barna - unglinga - ungmenna - A og B flokki. Auglýsing með öllum nánari upplýsingum birtist vonandi í kvöld. Komi til þess að ákveðið verði að bjóða upp á úrslitakeppni mun hún fara fram á sunnudeginum að öllum líkindum. Væntanlegir keppendur eru beðnir um að kynna sér þær reglur sem um þátttöku gilda, bæði hvað varðar knapa og hesta því engar undantekningar verða gerðar hvað það varðar. Þátttakendur í barna- unglinga - og ungmennaflokki verða að vera í því hestamannafélagi sem þeir keppa fyrir og hestur þeirra í eigu félagsmanns í því hestamannafélagi, hestar í A og B flokki verða að vera í eigu félagsmanns í því hestamannafélagi sem þeir keppa fyrir og er miðað við eignarhald eins og það birtist í Worldfeng.  
  • 1
Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750204
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:05:04

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750204
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:05:04