Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2014 Júlí

28.07.2014 23:13

Bikarmót Vesturlands

Bikarmót Vesturlands verður haldið laugardaginn 16. ágúst n.k. á Mið-Fossum. Það er hestamannafélagið Faxi sem er mótshaldari í ár. Nú er bara að fara að huga að keppnishrossunum svo allt verði klárt fyrir keppnina - Ekki verður öðru trúað en Skuggamenn mæti sterkir til leiks. Allir mega skrá sig því enginn kvóti er á fjölda þátttakaneda frá hverju félagi - en einungis efstu keppendur hvers félags telja til stiga í stigakeppninni. Keppt verður í hefðbundnum hestaíþróttagreinum (fjór- og fimmgangur, tölt og gæðingaskeið) og flokkum. Auglýsing er í smíðum hjá mótanefnd og birtist hún í vikunni. 

17.07.2014 21:29

Íslandsmótið í Rvík.

Styttist í Íslandsmótið! J
 
 
 
Stöð 2 Sport mun sýna beint frá Íslandsmótinu í hestaíþróttum alla keppnisdagana 23. - 27. Júlí.
 
Topp knapar og bestu hestar landsins mætast í Víðidal og keppa í tölti, fjórgangi og fimmgangi. Það verður dramatík og hörku spenna fram að lokadegi.
 
Sjá dagskrá framundan hér:
 
Mið 23.07: 14:00 - 18:00 Fjórgangur (beint)
Fim 24.07:
14:00 - 18:00 Fimmgangur (beint)
Fös 25.07:
14:00 - 18:00 Tölt (beint)
Lau 26.07:
17:00 - 18:30 B-úrslit (4-5gangur/tölt) (beint og tekið upp)
Sun 27.07:
17:00 - 18:45 A-úrslit (4-5gangur/tölt + T2) (beint og tekið upp)
 
Sjá nánari dagskrá hér: http://stod2.is/sport/ithrottagreinar/hestaithrottir/
 
Sjá sjónvarpstrailer hér:
https://www.youtube.com/watch?v=TyF8zx-m7Ec&feature=youtu.be 

17.07.2014 01:28

Sumarferð unglinga og ungmenna

Sumarferð Unglinga og ungmenna í Skugga!!

Helgina 08. - 10. ágúst 2014.
Ferðin er ætluð börnum fæddum 2001 og eldri - unglingum og ungmennum.
Í þetta sinn er ferðinni heitið á Löngufjörur. Keyra þarf hestana vestur á Stakkhamar föstudaginn 8 ágúst, það þarf aðeins 1 hest á mann. (Gott er að reyna að sameinast með hestana í kerrur).
Háfjara er um kl. 11.40 á laugardagsmorgun og er gott að vera komin í hnakk
um tveimur tímum fyrr.
Á laugardeginum verður riðið frá Stakkhamri að Tröðum. Á sunnudeginum verður síðan farinn einhver reiðtúr á fjörunum.
Gist verður í gistiheimili á Tröð og er boðið upp á gistingu í 2ja manna
herbergjum, í tvær nætur. Kostnaður er kr. 5.000 á þátttakanda - sem er fyrir gistingu, grill á
laugardagskvöld og hagabeit (Skuggi greiðir niður hluta kostnaðar).
Það sem þarf að hafa með sér er: Gott nesti og morgunmat - eitthvað til að
sofa við - og góðan fatnað í samræmi við veðurspá .
Þátttöku þarf að tilkynna fyrir sunnudagskvöldið 20. júlí, n.k., til Margrétar í
síma 898-7573 eða netfang maggaeg@simnet.is

Ágætu unglingar og ungmenni  - athugið!!
Lágmarksfjöldi þátttakanda í þessa ferð þar helst að vera um 10, til að hægt sé að halda þennan viðburð!

Stöndum því saman og gerum þetta að veruleika!

Æskulýðsnefnd Skugga.

08.07.2014 23:39

Íslandsmót í hestaíþróttum 2014

Íslandsmótið í hestaíþróttum verður haldið á félagssvæði Fáks í Reykjavík dagana 22. - 27. júlí. Mótið verður óvenju viðamikið því allir flokkar (börn, unglingar, ungmenni og fullorðnir) munu etja kappi þessa daga. Verið er að semja við veðurguðina þessa dagana og ganga þær viðræður mjög vel ;)Margt annað verður gert til að mótið verði gott og skemmtilegt s.s. verður Reiðhöllin undirlögð af leiktækjum frá Skemmtigarðinum. Mikið verður gert fyrir keppendur og áhorfendur á mótinu svo við ætlum að eiga saman skemmtilegt Íslandsmót.

Öll forkeppni verður keyrð á tveimur völlum samtímis til að koma allri dagskráinni fyrir en reiknað er með miklum fjölda skráninga. Skráningafrestur er til miðnættis á fimmtudeginum 10. júlí og þurfa keppendur að skráð á sportfeng (mót - Fákur osfrv.).  Skráningargjald er kr. 4.000 í barna og unglingaflokki 3.500 í skeiðgreinar (nema gæðingaskeið) og 5.500 í fullorðinsflokkum (skráning staðfest með greiðslu, annað ekki tekið til greina). Einnig verður hægt að skrá sig til miðnættis sunnudaginn 13. júlí en þá eru skráningargjöldin 2.000 kr. hærri á hverja grein. Keppendur athugið að það er einn keppandi inn á vellinum í einu nema í fjórgangi barnaflokki, en þar verða 3 inn á í einu og riðið eftir þul.

Tjaldstæði og hesthús á svæðinu.

Við hvetjum knapa til að fylgjast vel með upplýsingum á heimasíðu Fáks sem og facebooksíðu Fáks ("læka" facebooksíðuna á heimasíðunni og stofnaður sér hópur fyrir þátttakendur, endilega gangið í þann hóp).

Keppnisnefnd L gefur á hverju ári út þær lágmarkseinkunnir sem par þarf að hafa náð til að skrá sig í keppnisgreinar á Íslandsmóti fullorðinna. Engin lágmörk eru í barna, unglinga og ungmennaflokki og er öllum heimilt að skrá sig þar en fullorðnir þurfa að hafa náð eftirtöldum árangri með hestinn á keppnistímabilinu 2014 eða 2013:

Tölt: 6,5

Fjórgangur: 6,2

Fimmgangur: 6,0

Slaktaumatölt: 6,2

Gæðingaskeið: 6,5

250 m skeið: 26,0 sek.

150 m skeið: 17,0 sek

100 m skeið: 9,0 sek.

Opið punktamót verður í Fáki á laugardaginn.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Kveðja frá mótanefnd 

08.07.2014 23:36

Síðsumarsferð Skugga

Síðsumarsferð Skugga 2014

Síðsumarsferð Skugga verður farin dagana 27.-29. Júlí

Riðið verður suður Löngufjörur!

Dagur 1. Lagt af stað frá bænum Gaul (Snæfellsnesi) kl:11:30 stundvíslega!!

og riðið að Skógarnesi

Dagur 2. Skógarnes - Hausthúseyjar- Haukatunga

Dagur 3. Haukatunga - Borgarnes

Gist verður í Lindartungu báðar næturnar,

 hægt verður að koma með hrossinn daginn áður vestur að Gaul

Kostnaður: Gisting í Lindatungu er 2000kr nóttin.

Beit fyrir hross: Gaul. 350 kr per hest.

Skógarnes 400 kr. per hest

Haukatunga 250 kr. per hest

Eftir að fá staðfest hvað aksturinn í Lindartungu kostar!....fer eftir skráningu!!

Hver sér um sig í mat!!

Skráning í ferðina lokar á miðnætti 18.júlí

Borga þarf síðasta lagi 24.júlí

Skráning í síma 8202992 (Gugga)

Von er á góðum fjörum þar sem verður stórstreymisfjara 28. Júlí

Takið frá þessa daga og fjölmennum í skemmtilegri fjöruferð J

ALLIR VELKOMNIR!

Nefndin J

08.07.2014 23:32

Opið gæðingamót hjá Snæfellingi

Hestaþing Snæfellings
 
Opin gæðingakeppni á Kaldármelum
Laugardaginn 12. júlí
 
Keppt verður í 
A- flokki
B -flokki
C- flokki
Ungmennaflokki
Unglingaflokki
Skráningagjald er 3000 kr.
Barnaflokk   skráningargjaldið 2000 kr.
Pollaflokkur á sínum stað, skráning á staðnum  og kostar ekkert.
Skráð í gegnum Sportfeng í A, B, ungmenna, unglinga og barnaflokk.
En í C flokk er skráð hjá Lalla Hannesar í netfangið larusha@simnet.is
Skráningfrestur  í alla flokka er fram á miðnætti miðvikudaginn  9. júlí
 
C- flokkur
Á hestaþingi Snæfellings verður í fyrsta sinn keppt í C - flokki. C - flokkur er keppnisgrein sem er verið að prufukeyra á þessu keppnisári  og verður e.t.v.  skráð í lög sem lögleg keppnisgrein fyrir næsta keppnistímabil.
Keppnin er hugsuð fyrir minna vana keppnisknapa og geta fleiri hestgerðir passað til keppninnar.
Forkeppnin er riðin þannig að keppendur hafa tvo hringi þar sem þeir sýna fet, tölt og eða brokk og stökk. Einnig er gefin einkunn fyrir vilja og fegurð í reið.
Keppendur mega nota písk og snúa við einu sinni.  
Nánari upplýsingar veitir Lárus í síma 8980548
Nú er um að gera að vera með og taka þátt.
 
Mótstjórn 

04.07.2014 22:40

Föstudagur á LM á Hellu

Í dag fór fram keppni í milliriðli barnaflokks en þar keppti Berglind Björk Reynisdóttir eins og við munum. Þrátt fyrir ágætan árangur nægði það ekki til að komast í topp 15 og þar af leiðandi ekki í úrslit. Í B úrslitum unglingaflokks keppti Atli Steinar Ingason um réttinn til að komast í A úrslit en það hafðist ekki. Góður árangur eigi að síður og gaman fyrir þau að hafa tekið þátt í erfiðri keppni á landsmóti. Voru þau félagi sínu til mikils sóma líkt og allir aðrir keppendur og þökkum við þeim öllum þátttökuna. Eins þeim sem komu fram fyrir hönd félagsins í hópreiðinni á fimmtudagskvöld. Af myndum má ráða að þetta hafi bara verið gaman. Nú er bara að vona að veðrið komi til með að leika við landsmótsgesti. Skuggafélagar hvetja auðvitað Aron Frey og Konráð Axel til dáða í A úrslitun unglingaflokks. Frábær árangur hjá þeim. 

03.07.2014 16:36

Fimmtudagur á LM á Hellu

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að veðrið hefur sett verulegt strik í reikninginn a Hellu. Vonandi er það nú að lagast og verður gott til loka móts. Vegna þessa verður milliriðill í barnaflokki ekki fyrr en á morgun en keppni í milliriðli unglingaflokks er lokið. Alti Steinar og Atlas áttu góða sýningu og hlutu 8,44 í einkunn. Eru þeir þar með í 10. sæti og í B úrslitum. Sú keppni verður á morgun. Aron Freyr og Hlynur eru í 5 sæti og þar af leiðandi í A úrslitum og síðan er Faxafélaginn Konráð Axel og Vörður f. Sturlureykjum í 2. sæti. Spennandi úrslit í unglingaflokki framundan. 

01.07.2014 22:49

LM á Hellu - þriðjudagur

Þá er lokið allri forkeppni gæðingakeppninnar á landsmótinu. Í dag var keppt í A flokki og unglingaflokki. Atli Steinar Ingason og Atlas f. Tjörn voru þeir einu sem áunnu sér rétt til keppni í milliriðli - til hamingju með það. Árangur okkar keppenda var sem hér segir:
 
A flokkur
Blængur f. Skálpastöðum og Sigurður Sigurðsson - 8,47
Krás f. Arnbjörgum og Gunnar Halldórsson - 8,30
Grímur f. Borgarnesi og Finnur Kristjánsson - 8,13

Unglingaflokkur
Atli Steinar Ingason og Atlas f. Tjörn - 8,38
Þorgeir Ólafsson og Myrra f. Leirulæk - 8,32
Máni Hilmarsson og Eldur f. Kálfholti - 8,29

Því hafa allir keppendur Skugga, nema Atli Steinar og Berghildur Björk lokið keppni á mótinu og er þeim þökkuð þátttakan. Hópreiðin er þó eftir og verða keppendur okkar þar glæsilegir fulltrúar félagsins. 
Skv. dagskrá er milliriðill í barnaflokki á morgun, miðvikudag og  milliriðill unglingaflokks á fimmtudag og kemur þá í ljós hvort þau Berghildur Björk og Atli Steinar haldi áfram í úrslit. Fylgja þeim góðar óskir frá Skugga. 

Aron Freyr Sigurðsson og Hlynur f. Haukatungu Syðri sem nú keppa fyrir Neista komust áfram í milliriðil í unglingaflokki. Eins og allir muna þá urðu þeir félagarnir, þá fyrir Skugga, í öðru sæti barnaflokks á LM 2012 í Reykjavík. Eins komust Skuggafélagarnir Klara Sveinbjörnsdóttir á Óskari f. Hafragili, sem keppir fyrir Faxa, í milliriðil í  ungmennaflokki og Guðný Margrét Siguroddsdóttir á Reyk f. Brennistöðum, sem keppir fyrir Snæfelling, í milliriðil í unglingaflokki.  Hmf Skuggi sendir þeim góðar kveðjur.  
  • 1
Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750204
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:05:04

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750204
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:05:04