Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2014 Ágúst

18.08.2014 22:54

Bikarmót - niðurstöður

Þá birtast hérna niðurstöður Bikarmótsins sem Hmf. Faxi hélt á Mið-Fossum. Forkeppni og úrslit allra flokka í tölti, fjór - og fimmgangi eru hérna. Úrslit í gæðingaskeiði hér og að síðustu úrslit í 100 m. flugskeiði. . Mótið gekk vel fyrir sig í prýðisveðri, 80 skráningar bárust og stóð mótið frá kl. 10 - kl. 20. 
Stigakeppnin.
Hmf. Skuggi 116,77
Hmf. Dreyri 76,28
Hmf. Faxi 73,87
Hmf Snæfellingur 47,4.

15.08.2014 21:40

Ráslistinn - lokaútgáfa

Þá birtast ekki fleiri útgáfur af ráslista Bikarmóts Vesturlands að sinni - breytingar eru óverulegar.

Tímaplanið er skv. eftirfarandi.

kl. 10:00 - Fjórgangur (13 holl)
kl. 11:15 - Fimmgangur (11 holl)
kl. 12:30 - Matarhlé
kl. 13:00 - Tölt (15 holl)
kl. 14:30 - Gæðingaskeið (20 sprettir)
kl. 15:15 - Úrslit

15.08.2014 13:43

Bikarmót - ráslisti

Þá er hérna ráslisti Bikarmóts Vesturlands. Vonandi er hann sem réttastur - en ef eitthvað er þá má senda póst á kristgis@simnet.is . Keppnin byrjar með forkeppni í 4-gangi kl. 10. Byrjað á opnum flokki skv. auglýsingu sem sjá má hér neðar. Nánari dagskrá kemur vonandi hér inn síðar í dag/kvöld.

02.08.2014 21:47

Bikarmót Vesturlands - auglýsing

Bikarmót Vesturlands

fer fram á Miðfossum laugardaginn 16. ágúst og hefst stundvíslega klukkan 10:00.

 Dagskrá: 

Forkeppni:

Fjórgangur (V2) opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.

Fimmgangur (F2) opinn flokkur, ungmennaflokkur

Tölt (T3) barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl. og opinn flokkur

Gæðingaskeið 

 Úrslit:

Fjórgangur V2: opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.

Fimmgangur F2: opinn flokkur, ungmennaflokkur

Tölt barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl. og opinn flokkur

100m skeið

Athygli er vakin á því að dagskrá er auglýst með fyrirvara um þátttöku í öllum flokkum.

 Skráningar: (opið fyrir skráningu frá 6. ágúst).

Farið inn á þessa slóð: www.sportfengur.com og smellið á SKRÁNINGAKERFI vinstra megin á síðunni (fyrir neðan Login hnappinn, athugið að ekki á að logga sig inn á SportFeng

Á forsíðu skráningakerfisins er smellt á Mót í valmynd. Áframhaldið rekur sig sjálft, gætið þess bara að fylla í alla stjörnumerkta reiti (einnig félagsaðild þó sjálfgefið félag komi fram), fara svo í Vörukörfu að skráningu lokinni og að klára þar öll skref í ferlinu.

Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar 

koma fram í skráningarferlinu. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur 

merkt við að greiðsla hafi borist.

Skráningargjald er kr. 2.500 í allar greinar, nema barnaflokk þar er gjaldið 1.500 kr. Síðasti 

dagur skráninga er miðvikudagurinn 13. ágúst  á miðnætti og það sama gildir um greiðslu 

skráningagjalda. Netfang faximot@gmail.com  fyrir skráningargjöldin

Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir varðandi skráningu þá getið þið haft samband við:

Kristján Gíslason  kristgis@simnet.is   simi: 898-4569

 

Mótanefnd Faxa

  • 1
Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750204
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:05:04

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750204
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:05:04