Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2014 Nóvember

28.11.2014 15:36

Aðalfundur Skugga - fundarboð

Aðalfundur Hestamannafélagsins Skugga, fyrir starfsárið okt. 2013 - sept. 2014 , verður haldinn fimmtudaginn 04. desember 2014, kl. 20:00, í Félagsheimilinu Vindási.

 

Dagskrá (skv. 6.gr. laga félagsins):

 

 1. Fundarsetning og kjör starfsmanna fundarins

 2. Skýrsla stjórnar - (Umræða um skýrslu stjórnar)

3. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar, skoðaða og áritaða af  skoðunarmönnum félagsins - (Umræða um reikninga félagsins)

 4. Skýrslur nefnda - (Umræða um skýrslur nefnda)

5. Kynning á inngöngu nýrra fé­laga og úrsögnum félagsmanna

6. Laga­breytingar

7. Kosning stjórnar, varastjórnar, skoðunarmanna, nefnda og fulltrúa á L.H. og  U.M.S.B. þing

 8. Fé­lags- og haga­gjöld

 9. Önnur mál

10. Fundi slitið


Kaffiveitingar í boði félagsins.


Stjórn Hmf. Skugga

21.11.2014 22:41

Fréttir úr starfinu

Þessa dagana er venju fremur rólegt yfir hestamennskunni þótt nokkrir séu nú búnir að taka á hús og byrjaðir tamningar og þjálfun. En eitt og annað hefur nú verið skipulagt. Búið er að ákveða að fara í umfangsmiklar breytingar og endurnýjun á félagsheimilinu og er húsnefndin að skipuleggja það. Stefnt er að aðalfundi 4. desember og mega allir þeir sem áhuga hafa á því að taka þátt í stjórnar - eða nefndarstörfum endilega láta áhuga sinn í ljós við einhvern af stjórnarmönnum.
Mótanefnd Skugga og Faxa hefur dagsett mót vetrarins - mótaröðin, sem samanstendur af þremur mótum, byrjar 14. febrúar með fjórgangi, töltið og sleiðið 14. mars og fimmgangur og tölt 11 apríl. Útfærslan birtist síðar. Firmakeppni Skugga að venju 1. maí.  Íþróttamótið verður svo 9. og 10. maí og gæðingamótið 13. júní. Ennfremur má geta þess að stefnt er að því að félagið sæki um viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og verður unnið að undirbúningi þess á næstu vikum og mánuðum. 

17.11.2014 11:39

Fræðslukvöld á vegum fræðslunefndar Faxa

Kynbætur og keppnisandi!

Fræðslukvöld á vegum fræðslunefndar Faxa.

Þriðjudagskvöldið 25. nóvember kl. 20.00 á Mið- Fossum.

Erindi flytja Þorvaldur Kristjánsson kynbótadómari og kennari við Lbhí, og Viðar Halldórsson félagsfræðingur.

 

Þorvaldur Kristjánsson: Ganghæfni íslenskra hrossa - Áhrif sköpulags og skeiðgens.

Þorvaldur fjallar um samband byggingar og hæfileika íslenskra hrossa og áhrif skeiðgensins á ganglags hestsins.

Viðar Halldórsson : Viðhorf og árangur.

Viðar fjallar um forsendur árangurs einstaklinga og hópa. Sérstaklega verður fjallað um viðhorf einstaklinga sem og áhrif hins félagslega umhverfis.

Allir áhugasamir velkomnir.

Aðgangseyrir 1000 kr. ATH ekki posi á staðnum.

  • 1
Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53