Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2015 Janúar

20.01.2015 00:39

Fundargerð aðalfundar 4.12.2014

Nú er fundargerð aðalfundar sem haldinn var 4.desember s.l. aðgengileg á vefnum, undir "Fundargerðir og skjöl". Eins er hægt að skoða hana hérna á pdf sniði

14.01.2015 10:18

Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð 

Skuggafjölskyldunnar

 

Fimmtudaginn 22. janúar kl. 19:00 mun fræðslu- og skemmtinefnd Skugga standa fyrir uppskeruhátíð fyrir alla fjölskylduna í félagsheimili hestamanna í Skugga. 

Aðgangur er ókeypis en í boði verður matur og skemmtileg dagskrá s.s. happdrætti.

Veitt verða verðlaun fyrir góðan árangur í leik og keppni á árinu. 

Vinsamlega látið vita með þátttöku í síðasta lagi mánudaginn 19. janúar á netfangið jokull73@simnet.is  eða í síma 864-6006.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Nefndin.

08.01.2015 00:31

Íþróttamaður UMSB 2014

Laugardaginn 10.janúar kl.14 mun UMSB standa fyrir íþróttauppskeruhátíð
þar sem ýmiss verðlaun og viðurkenningar verða veitt íþróttafólki af
starfssvæði UMSB ásamt því að íþróttamaður Borgarfjarðar 2014 verður
heiðraður.
Nemendur úr tónlistarskóla Borgarfjarðar munu koma fram með
tónlistaratriði og boðið verður uppá kaffi og meðlæti.

Vonandi sjáum við ykkur sem flest á laugardaginn.

Með ungmennafélagskveðju.
Stjórn og starfsfólk UMSB.

05.01.2015 22:19

Uppskeruhátíð LH - ítrekun

Miðasölu á uppskeruhátíð hestamanna lýkur á morgun kl. 18:00
Undirbúningur fyrir hátíð hestamanna sem haldin verður í Gullhömrum 10. janúar næstkomandi stendur nú sem hæst.  Hátíðin er samstarfsverkefnið Landssambands hestamannafélaga og Félags hrossabænda og hefur verið haldin á haustmánuðum en var frestað.  Dagskráin verður fjölbreytt og létt en eins og vant er verða veittar viðurkenningar fyrir árangur í keppni og ræktun o.fl.  Margt verður til skemmtunar og meðal annars mun nýstofnaður hestamannakvartett skemmta.  Veislustjóri verður hinn geðþekki Gísli Einarsson.
Nú er um að gera fyrir hestamenn að hefja árið af krafti með góðum gleðskap í góðra vina hópi.
Hægt er að fá miða á hátíðina með greiðslu inná reikning Gullhamra.
0301-26-14129
Kt.: 6603042580
Vinsamlegast sendið staðfestingu á gullhamrar@gullhamrar.is
Miðaverð er 9.600 krónur.
Viðburðinn og allar upplýsingar um hann er hægt að finna hér: https://www.facebook.com/events/395865530579934/
 
Miðasölu líkur á morgun þriðjudag 6. janúar klukkan 18.
Greiddir miðar afhentir í Gullhömrum miðvikudaginn 7. janúar milli klukkan 10 og 16.
Þeir sem ekki geta nálgast miða á miðvikudag geta fengið þá afhenta við innganginn á laugardaginn.
Ekki er hægt að kaupa miða í mat eftir þriðjudag en miðar á dansleik eru seldir á staðnum eftir klukkan 23.  Verð á dansleik er 2.500 krónur.
Hótel Saga býður svo gestum Uppskeruhátíðar afslátt af gistingu, um að gera að nýta sér það! Eins manns herbergi á 12.500 kr. Og tveggja manna á 16.000 kr. Morgunverður innifalinn!    www.hotelsaga.is

 

Vonumst til að sjá sem flesta!

03.01.2015 22:08

Skuggi 25 ára

Gleðilegt ár félagar í Skugga og aðrir lesendur þessarar síðu. Eins og margir vita þá er opinber afmælisdagur Hmf. Skugga 1. janúar. Er það talið frá þeim tíma sem Skuggi breyttist úr hesteigendafélagi í íþróttafélag og fékk þ.a.l. aðild að LH og ÍSÍ. Því fagnar félagið 25 ára afmæli sínu þetta árið. Það er því m.a. verðugt verkefni á afmælisári að hlúa að félagsheimilinu okkar sem reist var með samstilltu átaki fjölda félaga. Framkvæmdir hefjast vonandi fljótlega svo allt verði klárt á vormánuðum. Örugglega verður leitað til félaga um vinnuframlag sem vonandi margir geta innt af hendi.   
  • 1
Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53