Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2015 Apríl

27.04.2015 19:22

Námskeið fyrir ungmenni

Boðið verður upp á námskeið/aðstoð við þjálfun fyrir öll ungmenni sem stefna á úrtöku fyrir heimsmeistaramótið í sumar. Kennari verður Þórarinn Eymundsson.  Námskeiðið verður haldið í Andvarahöllinni núna um helgina 2.-3. maí og hefst kl. 8:30.
Allar nánari upplýsingar veitir Páll Bragi liðsstjóri landsliðsins.
 
Skráning er hafin á Sportfeng, námskeið, Ungmenni sem stefna á úrtöku fyrir HM
 
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
  

27.04.2015 19:11

Góð gjöf frá Lionsklúbbnum Öglu

Lionsklúbburinn Agla færði í dag Hestamannafélaginu Skugga hjartastuðtæki að gjöf. Tækið verður staðsett á félagssvæði Skugga við Vindás, í félagsheimilinu og í Faxaborg eftir því hvar starfsemin er á hverjum tíma. Hestamannafélagið þakkar Lionsklúbbnum Öglu innilega fyrir höfðinglega gjöf sem eykur öryggi þeirra sem á svæðinu eru. Tæki þessarar gerðar hafa sannað notagildi sitt og bjargað mannslífum. Á myndinni sjást þeir Stefán Logi Haraldsson formaður og Kristján Gíslason ritari veita tækinu viðtöku af þeim Maríu Guðmundsdóttur, Ingibjörgu Hargrave og Sigrúnu Elíasardóttur. 


23.04.2015 23:36

Firmakeppni 2015

Firmakeppni Skugga verður haldin föstudaginn 1. maí á félagssvæðinu við Vindás. Verður allt með hefðbundnum hætti. Keppt verður í pollaflokki (teymt undir og allir fá verðlaun), barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, kvennaflokki og karlaflokki. Engar skráningar eða slík formlegheit, aðeins mæta á staðinn og taka þátt. Keppnin er með útsláttarfyrirkomulagi, þ.e. einu sinni til þrisvar (fer eftir fjölda keppenda) er fækkað í hópnum sem er að keppa þar til fimm standa eftir, Er þeim síðan raðað upp en niðurstöður kynntar í félagsheimilinu eftir keppnina líkt og gert hefur verið s.l ár. 

Gleðin og keppnin hefst kl. 14 stundvíslega.

21.04.2015 21:40

Námskeið

Almennt reiðnámskeið fyrir börn og unglinga
á vegum Skugga - fyrir byrjendur, lítið vana og meira vana -

Námskeiðið verður haldið í Reiðhöllinni Faxaborg
Reiðkennari: Linda Rún Pétursdóttir

Fyrirkomulag kennslu:
Skipt verður niður í hópa eftir getu einu sinni í viku.
Kennt verður á fimmtudögum í 5 skipti.
Verð á námskeiðið er kr. 13.000 en kr. 7.000, fyrir Skugga-félaga.
Námskeiðið mun hefjast fimmtudaginn 30. apríl, n.k., kl. 18:00.

Nánari upplýsingar hjá Æskulýðsnefnd Skugga.
Skráning: aeskulydsnefndskugga@gmail.com , sími 898 7573 Magga
Mikilvægt er að láta koma fram aldur og símanúmer .
Skráningar þurfa að berast fyrir lok dags, þann 24.apríl, n.k.

Æskulýðsnefnd Skugga

19.04.2015 00:20

KB mótaröðin - fimmg /tölt

Nokkar myndir af verðlaunahöfum fimmgangs - og töltmóts komnar inn í myndaalbúm. Niðurstöður forkeppni og úrslita koma hér á morgun. 

18.04.2015 00:18

KB mót - fimmgangur/tölt

Þá er komið að síðasta mótinu í KB mótaröðinni á þessu starfsári. Nú er það fimmgangurinn og tölt T3. Ráslistinn er tilbúinn og nýjung er að nú verður sent út á FM 106,1 frá mótinu. Því ættu upplýsingarnar að berast fljótt og vel um svæðið. Um kvöldið verður síðan verðlaunaafhending í félagsheimilinu en þa´verða veitt einstaklings - og liðaverðlaun. Súpa og brauð á 1.000.kr. 

10.04.2015 00:03

Íslenski hesturinn - stefnumótun í markaðsmálum

Íslenski hesturinn - stefnumótun í markaðsmálum
Kynningarfundur 14. apríl kl. 16.00 í sal Menntaskóla Borgarfjarðar

Íslandsstofa, Félag hrossabænda og Landsamband hestamannafélaga boða til kynningarfundar á stefnumörkun í markaðssamskiptum íslenska hestsins.

Umræða um sameiginlegt markaðsstarf fyrir íslenska hestinn hefur vaxið í greininni á undanförnum árum. Nú er komið að því að hagsmunaaðilar taki höndum saman um að marka stefnu og gera aðgerðaáætlun sem hefur það að markmiði að styrkja ímynd íslenska hestsins með samhæfðum skilaboðum, markaðsaðgerðum og kynningarstarfi.

Við hvetjum alla hagsmunaaðila í greininni til að taka þátt í þessu sameiginlega markaðsstarfi. Verkefnið, markmið þess og framkvæmd verða kynnt á fundi þriðjudaginn 14. apríl kl. 16.00 í sal Menntaskóla Borgarfjarðar. Boðið verður upp á léttar veitingar og að sjálfsögðu skemmtilegar umræður.

Áhugasamir vinsamlega skráið ykkur á fundinn með því að svara þessum tölvupósti.

Vonum til að sjá ykkur sem flest!

Nánari upplýsingar veita:
Guðný Káradóttir hjá Íslandsstofu,
gudny@islandsstofa.is / 693-3233
Sveinn Steinarsson hjá Félagi hrossabænda,
sveinnst@fhb.is / 892-1661
Rúnar Þór Guðbrandsson,
runar@hrimnir.is / 861-4000
Tinna Dögg Kjartansdóttir hjá tintinMarketing,
tintinmarketing@gmail.com / 780-1881

Íslandsstofa · Sundagarðar 2, 104 Reykjavík · Sími 511 4000 · Fax 511 4040
islandsstofa@islandsstofa.is · Vefur Íslandsstofu

10.04.2015 00:01

KB mót - Fimmgangur / Tölt

KB mótaröðin

 

Fimmgangur F2 / Tölt T3

Síðasta mót KB mótaraðarinnar verður haldið laugardaginn 18. apríl n.k. í Faxaborg. Hefst það kl. 10.

Mótið hefst á forkeppni í tölti T3 (þrír saman í holli) - Barnaflokkur - Unglingaflokkur - 2. flokkur

Forkeppni í fimmgangi F2 (tveir saman í holli) - Ungmennaflokkur - 1. flokkur - Opinn flokkur.

Úrslit hefjast svo að lokinni forkeppni og verða í sömu röð og í forkeppni.

Skráningargjöld eru kr. 2.500.- í öllum flokkum nema barna - og unglingaflokkum en þar eru þau 1.000.-

Skráningar fara að vanda fram í skráningakerfi Sportfengs (sportfengur.com). Mótshaldari er Skuggi og síðan rekur ferlið sig nokkuð auðveldlega. Í þeim tilfellum sem vandræði koma upp þá má senda upplýsingar (kennitala knapa, IS númer hests, flokkur og hönd ) á netfangið kristgis@simnet.is eða hringja í síma 898-4569. Allir hestar verða að vera skráðir í World-Feng og allir keppendur skráðir í hestamannafélag. Skráning hefst laugardaginn 11. apríl og lýkur miðvikudaginn 15. apríl kl. 24. Alls ekki draga skráningu fram á síðustu stundu.

Ath: Keppendum verður ekki bætt inn á skrá eftir að 1. útgáfa ráslista kemur út nema um sannanleg mistök sé að ræða.

Mótanefnd Faxa og Skugga

01.04.2015 23:51

FEIF æskulýðsstarf - Lights, camera, action!

Alþjóðleg kvikmyndakeppni 2015

Hvað: Liðskeppni fyrir unga knapa. Þið þurfið að framleiða myndband á bilinu 3-5 mínútur um ákveðið þema.

Þemað fyrir 2015 er: Hamingja! Hamingja er..... (setjið inn ykkar hugmynd af hamingju)

Markmið: Að ýta undir hópastarf og samvinnu, hvetja til góðrar hestamennsku og áframhaldandi lærdóms, vekja athygli á alþjóðlegum þáttum í heimi íslenska hestsins, þróa ímyndunaraflið og stuðla að þrautsegju til að stjórna og ljúka verkefni.

Hver: Hópar af ungu fólki sem tengjast íslenska hestinum. Keppnin er opin hópum á bilinu 4-6 manns, yngri en 21 árs á árinu.

Hvernig: Lágmarkskröfur að efni í myndbandið er 1 íslenskur hestur og að minnsta kosti helmingurinn af skráðum hóp. Allt annað svo sem saga, sviðsmynd, tónlist og fl. er frjálst. Hver meðlimur hópsins þarf að hafa skýrt og ákveðið hlutverk í hópnum. Munið að myndbandið verður sýnt fólki frá hinum ýmsu löndum, svo gott er að hafa samtöl í lágmarki, en þau ættu að vera á ensku.

Myndbandið þarf að hafa titil, kredit lista, dagsetningu, staðsetningu og annað til að myndbandið verði sem best.

Hvenær: Öll myndbönd þarf að setja inn á youtube eða aðrar eins vefsíður. Vinsamlegast ekki hafa það opið almenningi fyrr en í lok ágústmánaðar 2015. Sendið netfangið aeskulydsnenefnd@lhhestar.is ekki seinna en 25. maí 2015. Öll myndbönd verða svo metin af alþjólegum hóp af dómurum.

Ef aðstæður leyfa þá mun myndbandið frá vinningsliðinu verða sýnt á stórum skjá á heimsmeistaramótinu í Herning í ágúst.

Gangi ykkur vel!!

Kveðja,

Gundula Sharman og æskulýðsnefnd FEIF

 

Foreldrar og æskulýðsfulltrúar athugið: Keppnin er ætluð fyrir ungamennin sjálf. Engin þörf er á öðrum tækum en myndbandsupptökuvél eða símamyndavél og öðru grunnforriti í tölvu. Í anda verkefnisins viljum við biðja ykkur um að hvetja liðið áfram án þess þó að verða of hjálpsöm. Einnig viljum við hvetja til að kostnaði við verkefnið verði haldið í lágmarki.

ATH: Knapar í myndbandinu  verða ávallt að vera með hjálm á höfði þegar setið er á hestum.

01.04.2015 23:48

STÓÐHESTAVELTA Á ALLRA STERKUSTU!

Lang stærsta stóðhestavelta sem haldin hefur verið á folatollum verður á Allra sterkustu um helgina. 100 folatollar undir heiðursverðlauna, fyrstu verðlauna og stórefnilega unghesta verða í pottinum.  ENGIN NÚLL - aðeins KR. 25.000 hver tollur. - allir hagnast!

Spennan fyrir pottinum er gríðarleg!

Hérna er listinn yfir þá stórglæsilegu stóðhesta sem verða í pottinum:

IS Númer Stóðhestur Gefandi
IS2008136409 Abraham frá Lundum Sigbjörn Björnsson
IS2001158503 Andri frá Vatnsleysu Sigurður V. Matthíasson
IS2001137637 Arður frá Brautarholti Snorri Kristjánsson
IS2012187060 Ari frá Skjálg Sigursteinn Sumarliðason
IS2010186013 Ari frá Stóra-Hofi Bæring Sigurbjörnsson
IS2010187436 Arion frá Miklholti Sigurjón Rúnar Bragason
IS2008155510 Askur frá Syðri Reykjum Haukur Baldvinsson
IS2013182793 Atlas frá Selfossi Sigursteinn Sumarliðason
IS2002136409 Auður frá Lundum Sigbjörn Björnsson
IS2007187660 Álffinnur Syðri Gegnishólum Bergur og Olil
IS2003187057 Álmur frá Skjálg Guðlaug Kristín Karlsdóttir
IS2000186130 Ás frá Ármóti Hafliði Halldórsson
IS2004187644 Barði frá Laugabökkum Kristinn Valdimarsson
IS2005125038 Blysfari frá Fremri hálsi Dan og Ingimar Baldvinsson
IS2005158843 Blær frá Miðsitju Tryggvi Björnsson
IS2000188473 Borði frá Fellskoti Páll Bragi Hólmarsson
IS2005156292 Dofri frá Steinnesi Finnur Ingólfsson
IS2011187105 Draupnir frá Stuðlum Haukur Baldvinsson
IS2006155022 Eldfari frá Stóru-Ásgeirsá Elías Guðmundsson
IS2000184814 Eldjárn frá Tjaldhólum Snorri Snorrason
IS2010135065 Erill frá Einhamri Guðmundur Björgvinsson
IS2009165655 Farsæll frá Litla-Garði Magnús Ingi Másson
IS2009182279 Flaumur frá Sólvangi Elsa Magnúsdóttir
IS2009182279 Flaumur frá Sólvangi Elsa Magnúsdóttir
IS2005176176 Flugnir frá Ketilstöðum Bergur og Olil
IS2007125183 Freyr frá Vindhóli Guðmundur Þór Gunnarsson
IS2002165311 Fróði frá Staðartungu Jón Pétur Ólafsson
IS1996156290 Gammur frá Steinnesi Magnús Jósefsson
IS2006165663 Gangster frá Árgerði Stefán Birgir Stefánsson
IS1998187054 Gári frá Auðsholtshjáleigu Gunnar Arnarsson
IS1996181791 Geisli frá Sælukoti Grétar Jóhannes Sigvaldason
IS2010157668 Glaumur frá Geirmundarstöðum Limsfélagið
IS2003182454 Glóðafeykir frá Halakoti Svanhvít Kristjánsdóttir
IS1997125217 Glóðar frá Reykjavík Guðjón Sigurðsson
IS2009184174 Glæsir frá Fornusöndum Tryggvi Geirsson
IS2011137210 Goði frá Bjarnarhöfn Brynjar Hildibrandsson
IS2004165630 Grunnur frá Grund Örn Stefánsson
IS1996186060 Grunur frá Oddhóli Sigurbjörn Bárðarson
IS2008181977 Hafsteinn frá Vakurstöðum Halldóra Baldvinsdóttir
IS1997158469 Hágangur frá Narfastöðum Ingólfur Helgason
IS2010182570 Herkúles frá Ragnheiðarstöðum Helgi Jón Harðarson
IS2005186050 Héðinn Skúli frá Oddhóli Silvía Sigurbjörnsdóttir
IS2010137336 Hildingur frá Bergi Jón Bjarni Þorvarðarson
IS2005137959 Hlynur frá Haukatungu Syðri Aron Einar Sigurðsson
IS2009167169 Hringur frá Gunnarsstöðum Þórarinn Ragnarsson
IS2007137718 Hrynur frá Hrísdal Mari Hyyrynen
IS2003155008 Hugleikur frá Galtanesi Valdimar Bergsstað
IS2008156500 Hvinur frá Blönduósi Tryggvi Björnsson
IS2011187579 Höttur frá Austurási Haukur Baldvinsson
IS2007186992 Jarl frá Árbæjarhjáleigu Kristinn Guðnason
IS2002166640 Kamban frá Húsavík Glódís Rún Sigurðardóttir
IS2008165689 Kapall frá Kommu Finnur Ingólfsson
IS2001165890 Kaspar frá Kommu Sigurður Sigurðarson
IS2004156286 Kiljan frá Steinnesi Benedikt Benediktsson
IS2005182700 Kinnskær frá Selfossi Edda Rún Ragnarsdóttir
IS2000181814 Kjarni frá Þjóðólfshaga Sigurður Sigurðarson
IS2005101001 Konsert frá Korpu Birgir Már Ragnarsson
IS2007187752 Krapi frá Selfossi Valdimar Bergsstað
IS2006165794 Krókur frá  Ytra- Dalsgerði Kristinn Hugason
IS2008187654 Krókus frá Dalbæ Ari Björn Thorarensen
IS2003156956 Kvistur frá Skagaströnd Sveinn Ingi Grímsson
IS2009138737 Laxnes frá Lambanesi Reynir Örn Pálmason
IS1999181675 Leiknir frá Vakurstöðum Halldóra Baldvinsdóttir
IS2011187118 Leikur frá Vesturkoti Finnur Ingólfsson
IS2010180716 Ljósvaki frá Valstrýtu Guðjón Árnason
IS2009157651 Lukku-Láki frá Stóra Vatnsskarði Finnur Ingólfsson
IS1993187449 Markús frá Langholtsparti Ásta Lára Sigurðardóttir
IS2006135469 Narri frá Vestri-Leirárgörðum Þórarinn Eymundsson
IS2009157780 Nói frá Saurbæ Þórarinn Eymundsson
IS2008186002 Nói frá Stóra Hofi Bæring Sigurbjörnsson
IS2010177270 Organisti frá Horni Ómar Antonsson
IS2012181961 Óðinn frá Kvistum Ólafur B. Ásgeirsson
IS2005157994 Óskasteinn frá Ibishóli Magnús Bragi Magnússon
IS2008182653 Sjálfur frá Austurkoti Páll Bragi Hólmarsson
IS2007186104 Sjóður frá Kirkjubæ Guðmundur Björgvinsson
IS2010187189 Sjúss frá Óseyri Haukur Baldvinsson
IS2009101044 Skaginn frá Skipaskaga Jón Árnason
IS2011181811 Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga Sigurður Sigurðarson
IS2009186694 Skyggnir frá Skeiðvöllum Aðalsteinn Sæmundsson
IS2000135815 Sólon frá Skáney Haukur Bjarnason
IS2006187114 Spuni frá Vestukoti Hulda Finnsdóttir
IS2009137717 Steggur frá Hrísdal Gunnar Sturluson
IS2001136756 Stormur frá Leirulæk Guðmundur Björgvinsson
IS2009156955 Styrmir frá Skagaströnd Guðmundur Björgvinsson
IS1999158707 Svaki frá Miðsitju Anna Bára Ólafsdóttir
IS2010177785 Svarthöfði frá Hofi Frímann Ólafsson
IS2011187057 Svörður frá Skjálg Sigursteinn Sumarliðason
IS2008187115 Sæmundur frá Vesturkoti Finnur Ingólfsson
IS1997186183 Sær frá Bakkakoti Ólafur Ólafsson
IS2005135936 Trymbill frá Stóra Ási Gísli Gíslason
IS2004137340 Uggi frá Begi Jón Bjarni Þorvarðarson
IS2003176174 Vakar frá Ketilsstöðum Bergur og Olil
IS2001186915 Vilmundur frá Feti Ólafur A Guðmundsson
IS2009188691 Vökull frá Efri Brú Sigurður Halldórsson
IS2010186682 Völsungur frá Skeiðvöllum Viðar Ingólfsson
IS2001135008 Þeyr frá Akranesi Finnur Ingólfsson
IS2008187937 Þór frá Votumýri Gunnar Már Þórðarson
IS1999188801 Þóroddur frá Þóroddsstöðum Finnur Ingólfsson
IS1998186906 Þristur frá Feti Hulda Geirsdóttir
IS2005135813 Þytur frá Skáney Haukur Bjarnason


  • 1
Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750153
Samtals gestir: 200237
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 13:31:44

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750153
Samtals gestir: 200237
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 13:31:44