Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2015 Maí

30.05.2015 00:40

Frá æskulýðsdegi

Æskulýðsnefnd Skugga stóð fyrir s.k. æskulýðsdegi föstudaginn 29. maí og hófst skemmtunin kl. 18. Fjölmargir mættu til að fylgjast með því sem þar fór fram. Þarna sýndi yngsta kynslóðin margskonar listir á hestum og fóru í leiki og leystu margskonar þrautir. Engin keppni í gangi en gleðin og ánægjan allsráðandi. Þær Sigrún Halldórsdóttir og Linda Rún Pétursdóttir stjórnuðu því sem fram fór og fórst það vel úr hendi. Ánægjulegt var að sjá hvesu margir tóku þátt og er það vísbending um að nýliðun í hestamennskunni sé trygg. Eins ber það öflugu starfi Æskulýðsnefndar Skugga gott vitni. Frábær stund í Faxaborg  en nokkrar myndir ( alls ekki góðar) eru í myndaalbúmi og veita þær innsýn í það sem þar fór fram. 


23.05.2015 00:07

Æskulýðsdagur

Föstudaginn 29.maí 2015 stendur Hestamannafélagið Skuggi fyrir kynningardegi á hestinum og starfi Æskulýðsnefndar kl.18:00 í Reiðhöllinni Faxaborg Borgarnesi.

? Krakkar úr hestamannafélaginu verða með atriði
? Teymt verður undir þeim sem vilja
? Grillaðar pylsur

Allir eru hjartanlega velkomnir, mömmur og pabbar, ömmur og afar, frændur og frænkur. Eigum frábæra stund saman og gefum börnunum okkar tækifæri à að kynnast fjölbreyttu og ànægjulegu samspili æskunnar og hestsins.

Aðgangur ókeypis

Æskulýðsnefnd Skugga

11.05.2015 23:37

Frá beitarnefnd Skugga

Umsóknir um beitarhólf fyrir árið 2014 skulu berast skriflega til beitarnefndar Skugga fyrir 14. maí n.k., í netföng:

dila@simnet.is, Ólafur Þorgeirsson (899 6179)

habbasigga@simnet.is, Andrés Jóhannsson (860 9030)

Í umsóknum skal tilgreina fjölda hrossa sem sótt er um fyrir, í sumarbeit, í haustbeit eða í heilsársbeit.

Mikilvægt er að umsóknir séu komnar til beitanefndar í síðasta lagi 14. maí, n.k., annars er ekki tryggt að menn fái beitarhólf.

Skilyrði fyrir úthlutun, er eins og áður, að gengið sé frá beitarsamningi og greiðslu beitargjalds áður en beitartími hefst, en skv. samningi við Borgarbyggð er það 10. júní, ár hvert.

 

Beitarnefnd Skugga

10.05.2015 00:52

Arionbankamótið - niðurstöður

Hér koma inn niðurstöður úr keppni á Arionbankamótinu. Mótið gekk vel í alla staði og var sterkt. Gaman að sjá hvernig mótið hefur fest sig í sessi hjá mörgum sterkum knöpum sem koma um töluverðan veg til að vera með okkur. 

08.05.2015 01:43

Ráslisti Arionbankamót

Uppfærður ráslisti kl. 13:40
Arionbankamótið hefst á laugardaginn, 9. maí, kl. 10 á keppni í fjórgangi, síðan tekur fimmgangurinn við og töltið. Keppni dagsins lýkur á gæðingaskeiði og 100 m. sprettskeiði. Röð flokka verður eins og fram kemur í auglýsingunni. En hér er ráslistinn. Tímaseðill kemur annað kvöld. 

02.05.2015 00:18

Arionbankamót Faxa og Skugga

Arionbankamót Faxa og Skugga verður haldið á félagssvæði Skugga 9. og 10. maí n.k. Allar upplýsingar um mótið koma fram á auglýsingunni sem hér er. Minnt er sérstaklega á skráningarfrestinn en hann rennur út á miðnætti n.k. miðvikudag, 6. maí. 

01.05.2015 23:10

Firmakeppni Skugga - úrslit

Hér koma úrslitin í firmakeppninni. Myndir af verðlaunahöfum, teknar af Steinunni Brynju, birtast í myndaalbúmi.

Í pollaflokki voru 16 keppendur og allir fengu verðlaun.

Barnaflokkur (keppendur voru 10).
1. sæti Berghildur Reynisdóttir sem keppti fyrir Sjóvá-Almennar tryggingar hf.
2. sæti Aníta Björgvinsdóttir sem keppti fyrir Mýranaut ehf.
3. sæti Stefanía Hrönn Sigurðardóttir sem keppti fyrir S.Ó húsbyggingar sf.
4. sæti Andrea Ína Jökulsdóttir sem keppti fyrir Hótel Borgarnes ehf.
5. sæti Elín Sigurþórsdóttir sem keppti fyrir LIT ehf. lögmannsstofu

Unglingaflokkur (keppendur voru 8).
1. sæti Arna Hrönn Ámundadóttir sem keppti fyrir Pál Svansson
2. sæti Ísólfur Ólafsson sem keppti fyrir Eðalfisk ehf.
3. sæti Húni Hilmarsson sem keppti fyrir Kaupfélag Borgfirðinga
4. sæti Gyða Helgadóttir sem keppti fyrir Eirík Ingólfsson ehf.
5. sæti Freyja Þórsdóttir sem keppti fyrir Kræsingar ehf.

Ungmennaflokkur (keppendur 6):
1. sæti Þorgeir Ólafssom sem keppti fyrir Borgarverk ehf.
2. sæti Sigrún Rós Helgadóttir sem keppti fyrir Kristján Fjeldsted
3. sæti Guðbjörg Halldórsdóttir sem keppti fyrir HSS verktak ehf.
4. sæti Ólafur Axel Björnsson sem keppti fyrir Bed & breakfast
5. sæti Berglind Ingvarsdóttir sem keppti fyrir Rúnar Karl Jónsson

Kvennaflokkur (keppendur 12):
1. sæti Linda Rún Pétursdóttir sem keppti fyrir Sigvalda Arason
2. sæti Iðunn Svansdóttir sem keppti fyrir Kristján Gíslason
3. sæti Erla Rún Rúnarsdóttir sem keppti fyrir KPMG ehf.
4. sæti Ágústa Rut Haraldsdóttir sem keppti fyrir Borgarverk ehf.
5. sæti Sigrún Ámundadóttir sem keppti fyrir JGR umboðs- og heildverslun ehf.

Karlaflokkur (keppendur 11):
1. sæti Ámundi Sigurðsson sem keppti fyrir Gösla ehf.
2. sæti Ingvar Þór Jóhannsson sem keppti fyrir Framköllunarþjónustuna ehf.
3. sæti Þórður Sigurðsson sem keppti fyrir Límtré-Vírnet ehf.
4. sæti Björgvin Sigursteinsson sem keppti fyrir Landlínur ehf.
5. sæti Helgi Baldursson sem keppti fyrir Brugghús Steðja ehf.

Dómarar voru Kristján Gunnlaugsson og Pétur Kristinsson frá Stykkishólmi.
  • 1
Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750153
Samtals gestir: 200237
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 13:31:44

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750153
Samtals gestir: 200237
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 13:31:44