Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2015 September

19.09.2015 23:08

Meistaradeild Vesturlands

Fréttatilkynning!

" Nú þegar hafinn hefur verið undirbúningur að stofnun Meistaradeildar Vesturlands í Hestaíþróttum óskar undirbúningsnefndin eftir að þeir sem kunna að hafa áhuga á þátttöku í deildinni í vetur setji sig í samband við Arnar Ásbjörnsson á netfangið arnarasbjorns@gmail.com fyrir 1. október.

Stefnt er að keppni í 5 greinum hestaíþrótta á 4 kvöldum í febrúar og mars . Fyrirhugaðar keppnisgreinar eru Fjórgangur V1, Fimmgangur F1, Tölt T1, Gæðingafimi og Flugskeið.

Deildin er hugsuð sem vettvangur fyrir sterkustu hesta og menn á svæðinu.
Gerð er krafa um að keppendur hafi náð 18 ára aldri og séu búsettir og/eða starfi á Vesturlandi.  

Undirbúningsnefndin"

15.09.2015 22:48

Beitarmál

Fengist hefur framlenging á notkun sumarbeitarhólfa fram til næstu mánaðarmóta. Er það gert í trausti þess að hesteigendur séu meðvitaðir um beitarþol hólfa sinna en víðast virðast þau í góðu standi. Hesteigendur eru beðnir um að leita til beitarnefndarmanna varðandi sleppingu í haustbeitina en hún er að venju í Borgar - og Holtsgirðingum. 

15.09.2015 22:39

Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum

Stjórn LH hefur staðfest ósk stjórnar Hmf Skugga um tímasetningu íslandsmóts yngri flokka sem haldið verður á félagssvæði Skugga í sumar. Er nú staðfest að mótið verður haldið dagana 14. - 17. júlí. Er það tveimur vikum fyrir verslunarmannahelgi en þá verður unglingalandsmót UMFÍ haldið hér í Borgarnesi á vegum UMSB. Verður þar væntanlega líka keppt í hestaíþróttum. Því verður í mörg horn að líta er kemur að mótahaldi hjá Skugga í sumar. Því er beint til félaga að merkja við á dagatalinu og láta sig hlakka til þess að taka þátt í þeim ævintýrum sem við blasa. 
  • 1
Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750153
Samtals gestir: 200237
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 13:31:44

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750153
Samtals gestir: 200237
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 13:31:44