Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2015 Október

30.10.2015 21:48

Haustfundur HrossVest

Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands verður haldinn sunnudaginn 15. nóvember n.k. kl. 14.00 í Hótel Borgarnesi. Veitt verða verðlaun fyrir efstu kynbótahrossin í hverjum flokki og Ræktunarbú Vesturlands 2015 verður verðlaunað. Þá verða veitt heiðursmerki Hrossaræktarsambands Vesturlands til einstaklinga sem hafa lagt sitt af mörkum til félags- og ræktunarstarfs í þágu hestamennskunnar á Vesturlandi.

Gestur fundarins verður Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður í hrossarækt. Hann mun fara yfir áherslur í starfi sínu á nýjum vettvangi.

Stjórnin.

16.10.2015 20:34

Mótahald 2016

Það verður mikið um að vera hér í Borgarnesi á næsta ári þegar kemur að mótahaldi á vegum Faxa og Skugga. KB mótaröðin hefst í febrúar og er fyrsta mótið þann 13. febrúar. Þá er keppt í fjórgangi í öllum flokkum. Þann 5. mars verður keppt í tölti T3, T7 og (væntanlega) skeiði í gegn. Síðan lýkur mótaröðinni þann 9. apríl en þá verður keppt í fimmgangi, tölti T3 og (trúlega) T2. Hins vegar á mótanefnd eftir að fínpússa dagskrána og kann hún því að taka einhverjum breytingum. Íþróttamótið verðu haldið dagana 7. og 8. maí, þar verður keppt í öllum hefðbundnum íþróttagreinum líkt og áður. Gæðingamótið verður síðan væntanlega haldið 4. júní, þ.e. ef úrtaka fyrir LM 2016 verður sameiginleg fyrir öll félögin á Vesturlandi. Skýrist það í næstu viku hvort svo verður. 
Síðan til viðbótar þessu þá mun Skuggi halda Íslandsmót yngri flokka dagana 14 - 17. júlí. Og ekki nóg með þetta, UMSB heldur unglingalandsmót um verslunarmannahelgina og þar er einnig keppt í hestaíþróttum. Nú er bara að merkja við í dagatalinu, taka þessa daga frá og láta sig hlakka til komandi árs.  

13.10.2015 18:18

Fræðslufundur um fóðrun hrossa

Lífland býður til fræðslufundar um fóðrun hrossa í verslun Líflands Lynghálsi 3 laugardaginn 17. október n.k. kl 10-11.

 Nú, þegar mörg hross eru í hagagöngu er mikilvægt að horfa til steinefna- og bætiefnafóðrunar.  Íslenskan hagagróður getur skort ýmis mikilvæg stein- og snefilefni, t.d. selen og natríum og þarft að huga að réttri fóðrun. Í hönd fer landsmótsár þar sem vafalítið á eftir að reyna meira á hesta í þjálfun og brúkun og reynir þar einnig á fóðrunarþáttinn. 

 Dr. Susanne Braun er íslenskum hestamönnum að góðu kunn. Susanne hefur starfað sem dýralæknir á Íslandi í áratug. Hún er sérfræðingur í hestasjúkdómum og auk þess IVCA kírópraktor og reiðkennari ásamt því að vera alþjóðlegur íþróttadómari.

 Dr. Susanne Braun dýralæknir mun miðla af víðtækri þekkingu sinni í máli og myndum auk þess sem söluráðgjafar Líflands verða á svæðinu. Susanne verður til skrafs og ráðagerða að loknu erindi sínu. Veittur verður 15% afsláttur af hestafóðri frá Líflandi og Pavo, auk tilboða á völdum bætiefnavörum fyrir hesta. Það verður að sjálfsögðu heitt á könnunni.


 

10.10.2015 19:48

Búfjárskýrsla 2015

Ágætu hestamenn í Vestur-umdæmi!
Nú hefur verið opnað fyrir skil á haustskýrslum búfjár 2015.
Samkvæmt lögum eiga allir eigendur/umráðamenn búfjár að skila árlegri haustskýrslu fyrir 20. nóvember um búfjáreign,fóður og landstærðir eftir því sem við á.
Skil fara fram með rafrænum hætti á:
www.bustofn.is.
Þess ber að geta að á síðasta ári þ.e.2014 voru skil best á öllu landinu í Vestur-umdæmi en þar eiga um 1250 aðilar að skila skýrslum yfir hinar ýmsu búfjártegundir, á svæðinu voru skil 99,9%, haustið 2014.
Þess ber líka að geta í þessu sambandi að fyrir einhverjum hesteigendum hefur vafist að hross séu líka búfé og því verið áhöld um hvort skýrslu yfir þau þurfi að skila en það er að sjálfsögðu raunin.


Í meðfylgjandi trússi eru leiðbeiningar um útfyllingu haustskýrslunnar og vil ég nú biðla til ykkar forsvarsmanna í hestamannafélögum vítt og breytt á svæðinu að koma þessu bréfi og leiðbeiningunum á framfæri við ykkar félagsmenn.
Rétt er líka að geta þess að áskilið er í lögum að þeir sem ekki skila skýrslu skulu heimsóttir og upplýsinga aflað á þeirra kostnað.


Bestu kveðjur, / Best regards,  
Guðlaugur V. Antonsson

Dýraeftirlitsmaður Vesturumdæmis / Animal Welfare Officer
  • 1
Flettingar í dag: 145
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 344
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 1751268
Samtals gestir: 200423
Tölur uppfærðar: 19.12.2018 16:17:29

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 145
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 344
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 1751268
Samtals gestir: 200423
Tölur uppfærðar: 19.12.2018 16:17:29