Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2015 Nóvember

30.11.2015 22:51

Sýnikennsla á Mið-Fossum

27.11.2015 01:15

Frá aðalfundi

Aðalfundur Hmf. Skugga var haldinn 26.11.2015 í félagsheimilinu. Fundargerð kemur fljótlega til aflestrar hér á síðunni en hérna birtast tillögur uppstillingarnefndar um kjör í stjórn og nefndir. Voru allar tillögurnar samþykktar með lófataki. 
Eins má hér finna skýrslu stjórnar sem formaður félagsins, Stefán Logi Haraldsson flutti. Gestir fundarins voru þau Lárus Ástmar Hannesson form. LH og Jóna Dís Bragadóttir varaform. LH. Fluttu þau fréttir af starfi LH og kynntu einnig næsta landsmót sem haldið verður á Hólum næsta sumar.
En nánar frá aðalfundinum á næstunni.  

18.11.2015 10:18

Aðalfundur Skugga

Aðalfundarboð


Aðalfundur Hestamannafélagsins Skugga, fyrir starfsárið okt. 2014 - sept. 2015 , verður
haldinn fimmtudaginn 26. nóvember 2015, kl. 20:00, í Félagsheimilinu við Vindás.
Dagskrá (skv. 6.gr. laga félagsins):

1. Fundsetning og kjör starfsmanna fundarins

2. Skýrsla stjórnar - (Umræða um skýrslu stjórnar)

3. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar, skoðaða og áritaða af skoðunarmönnum félagsins - (Umræða um reikninga félagsins)

4. Skýrslur nefnda - (Umræða um skýrslur nefnda)

5. Kynning á inngöngu nýrra félaga og úrsögnum félagsmanna

6. Lagabreytingar

7. Kosning stjórnar, varastjórnar, skoðunarmanna, nefnda og fulltrúa á L.H. og U.M.S.B. þing.

8. Félags- og hagagjöld

9. Önnur mál.

10. Fundi slitið


Kaffiveitingar í boði félagsins.


Stjórn Hmf. Skugga

18.11.2015 10:15

Frá öryggisnefnd LH

Öryggisnefnd LH beinir því til allra hestamanna að nota endurskin þegar
skyggja tekur. Hér er um að ræða ódýrt öryggistæki sem getur bjargað
bæði knapa og hesti.
Á facebook síðu endurskinsátaks hestamanna má sjá muninn á því hvað
bílstjórinn sér, annars vegar þegar notað er endurskin og hins vegar
þegar það er ekki notað.
https://www.facebook.com/endurskinsatakhestamanna/?fref=ts


Kveðja frá Öryggisnefnd LH.

16.11.2015 23:20

Árshátíðin í Reykholti

Á morgun er víst síðasti séns að panta á árshátíð vestlenskra hestamanna sem haldin er í Reykholti n.k. föstudag. Auglýsing í frétt hér neðar á síðunni. 
Við hjá Skugga erum að skoða það að taka hópferðarbifreið á árshátíðina ef stemming er fyrir því, þ.e. fyrir þá sem ætla ekki að gista. Þeir sem hafa áhuga á því að panta far eru beðnir um að senda póst á kristgis@simnet.is eða hringja  í síma 898-4569. Við reiknum með að koma við á Hvanneyri ef einhverjir geta notað sér það. Ferðatilhögun kemur til með að miðast við það að við náum í fordrykkinn kl. 19.30. 

13.11.2015 00:43

Haustfundur HrossVest

Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands

Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands verður haldinn sunnudaginn 15. nóvember n.k. kl. 14.00 í Hótel Borgarnesi. Veitt verða verðlaun fyrir efstu kynbótahrossin í hverjum flokki og Ræktunarbú Vesturlands 2015 verður verðlaunað. Þá verða veitt heiðursmerki Hrossaræktarsambands Vesturlands til einstaklinga sem hafa lagt sitt af mörkum til félags- og ræktunarstarfs í þágu hestamennskunnar á Vesturlandi.

 Gestur fundarins verður Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður í hrossarækt.  Hann mun fara yfir áherslur í starfi sínu á nýjum vettvangi. 


03.11.2015 23:37

Árshátíð hestamanna á Vesturlandi

Haldin á Fosshótel Reykholt 20. nóvember


Dagskráin hefst kl. 19:30 með fordrykk í boði Faxa

Borðhald hefst svo kl. 20:00

Á boðstólum er eftirfarandi:
Laxatvenna með smjörsteiktu brauði og klettasalati.
Lambakóróna með rósmaríngljáa borið fram með bakaðri kartöflu og
pönnusteiktu grænmeti.
Frönsk súkkulaðikaka með þeyttum rjóma.

Veislustjórn verður í höndum hins valinkunna Gísla Einarssonar sem mun án efa kitla hláturtaugarnar hjá okkur eins og honum einum er lagið.

Skemmtiatriði

Hljómsveitin Festival leikur fyrir dansi.

Verð: 8.500 fyrir mat og dansleik

Við pöntunum taka:
Gíslína Jensdóttir, 435 1370,  hellubaer@emax.is
Kolbeinn Magnússon, 435 1394, storias@emax.is

Pantið endilega sem fyrst en í síðasta lagi þriðjudaginn 17. nóvember

Þeir sem ætla að gista á hótelinu eru beðnir um að panta það sjálfir.
Tveggja manna herbergi kostar 12.700 og eins manns herbergi kostar
11.100.
Síminn hjá Fosshótel Reykholt er: 435 1260
  • 1
Flettingar í dag: 276
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750245
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:36:21

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 276
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750245
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:36:21