Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2016 Janúar

27.01.2016 22:24

Keppnisnámskeið f. börn og unglinga

Keppnisnámskeið - á vegum Skugga fyrir börn, unglinga og ungmenni.

Námskeiðið verður haldið í reiðhöllinni Faxaborg.

Reiðkennari: Bjarki Þór Gunnarsson

Fyrirkomulag kennslu: Bjarki Þór Gunnarsson, reiðkennari, verður með keppnisnámskeið og er þetta námskeið hugsað fyrir krakka sem vilja bæta sig í keppni, gæðinga- og íþróttakeppni og þau sem vilja taka þátt í KB mótaröðinni.

Kennt verður í 6 skipti, 30 mín. Einkatímar, á þriðjudögum.
Námskeiðið byrjar, þriðjudaginn 02. febrúar n.k.
Verð á námskeiðinu er 16.000 kr - en fyrir Skugga félaga 8.000 kr.

Skráning: dropiehf@gmail.com eða í síma 895-7679 hjá Rósu
Mikilvægt er að láta koma fram nafn og símanúmer.

Skráning þarf að berast fyrir miðnætti, sunnudagkvöldið 31. janúar 2016

Æskulýðsnefnd Skugga

27.01.2016 22:18

Almennt námskeið f. börn og unglinga

Almennt reiðnámskeið fyrir börn og unglinga á vegum Skugga

- fyrir börn og unglinga, byrjendur og lítið vana -

Námskeiðið verður haldið í Reiðhöllinni Faxaborg

Reiðkennari: Bjarki Þór Gunnarsson

Fyrirkomulag kennslu:
Skipt verður niður í 4-5 manna hópa, minna vanir / meira vanir, einu sinni í viku.
Kennt verður á miðvikudögum í 6 skipti.
Námskeiðið mun hefjast miðvikudaginn 10. febrúar, n.k.

Verð á námskeiðið er kr. 12.000 en kr. 6.000, fyrir Skugga-félaga.

Nánari upplýsingar hjá Æskulýðsnefnd Skugga.
Skráning: dropiehf@gmail.com eða í síma 895-7679 hjá Rósu Emils
Mikilvægt er að láta koma fram, nafn, aldur og símanúmer .
Skráningar þurfa að berast fyrir lok dags, sunnudaginn 7. febrúar 2016

Æskulýðsnefnd Skugga

26.01.2016 13:36

Félagsheimilið - fermingar

Mörg undanfarin ár hafa verið haldnar fermingaveislur í félagsheimilinu okkar við Vindás og er svo enn. En nú bregður svo við að það er óvænt laust á pálmasunnudag. Ef einhver hefur þörf fyrir gott veisluhúsnæði  þennan dag þá endilega hafa samband við Kristínu Erlu Guðmundsdóttur s: 861-1047.

19.01.2016 21:36

LM 2016 að Hólum

Ágætu Skugga-félagar,

Tekin hafa verið frá rúmlega 20 tjaldastæðareitir með rafmagni á Landsmótinu á Hólum á komandi sumri fyrir hestafólk á Vesturlandi.  Um er að ræða reiti með númerum frá 278-300.  Þau sem vilja kaupa stæði í þessum hóp þurfa að senda tölvupóst á info@tix.is<mailto:info@tix.is>, segjast tilheyra hestamönnum á Vesturlandi og gefa upp fjölda stæða sem þau vilja kaupa.  Viðkomandi fær þá sendan til baka tengil til að klára kaup á stæðunum.  Þessi hóppöntun stendur í tvær vikur, eða til 3. febrúar, eftir þann tíma fara óseld stæði í henni í almenna sölu.

Form. 

19.01.2016 00:12

Frá æskulýðsnefnd

Kynningarfundur Æskulýðsnefndar Skugga

Miðvikudaginn 20 janúar, n.k., kl 18:00 ætlum við að kynna hugmyndir um starfsemi vetrarins, í félagsheimili Skugga, við Vindás.
Einnig viljum við fá hugmyndir frá ykkur, börn - unglingar - og ungmenni, um hvernig æskulýðsstarf við viljum hafa á komandi starfsári.

Heiða Dís Fjeldsted, reiðkennari, kemur og kynnir knapamerkin og Bjarki Þór Gunnarsson, reiðkennari, kemur og kynnir reiðnámskeið sem verða í boði núna fyrri hluta vetrar.

Pizza og drykkir í boði nefndarinnar.
 

Allir velkomnir, bæði núverandi félagar og nýir félagar.

Æskulýðsnefnd Skugga
Rósa, María, Óli Axel, Andrea, Steinunn  og Auður Ósk

11.01.2016 23:14

"Þjófstart á þorra"

Minnt er á að panta þarf miða á "þorrablótið" í félagsheimili Skugga í síðasta lagi á miðvikudag. 

11.01.2016 21:05

Orkulykkill Atlantsolíu

Hestamannafélagið hvetur félagsmenn sem og aðra til að ná sér í orkulykil hjá Atlantsolíu, bæði nýtur félagið þess í nokkru og eins fá félagsmenn ríflegri afslátt en almennt gerist eða 10 kr pr. líter á valinni stöð. 

Sótt er um lykilinn hérna - Atlantsolía - Skuggalykill.  eða með því að smella á myndina.
04.01.2016 21:51

"Þjófstart á Þorra"

Föstudaginn 15. janúar n.k. stendur Skemmtinefnd Skugga fyrir þorrablóti, í Félagsheimilinu okkar, við Vindás í Borgarnesi.

  • Húsið opnar með fordrykk kl. 20:00.
  • Þorrahlaðborðið byrjar kl. 20:30.
  • Hljómsveitin Kopar leikur fyrir dansi að borðhaldi loknu.
  • Miðaverð kr. 4.500,-
  •  

Panta þarf miða fyrir kl. 12:00, miðvikudaginn 13. janúar n.k., í síma:
897 3468 Jón Kr. Kristjánsson og
660 2440 Magnús Níelsson

Nú er bara að skella sér í "þorra-gírinn", panta miða og taka með sér gesti.

Skemmtinefnd Skugga.

  • 1
Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53