Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2016 Febrúar

15.02.2016 17:22

KB mót - fjórgangur úrslit

Hérna má sjá úrslitin frá fjórgangsmóti KB mótaraðarinnar 2016. 70 skráningar bárust og gekk mótið vel fyrir sig þrátt fyrir tæknierfiðleika í byrjun. Lauk mótinu nánast á þeim tíma sem auglýstur hafði verið. Nú voru ripin úrslit eftir hverja tvo flokka og var ekki annað að finna en það mæltist vel fyrir. Trúlegt að það verði einnig gert á töltmótinu sem verður 5. mars. Myndin er af sigurvegara opins flokks, Siguroddi Péturssyni á Stegg f. Hrísdal í góðri sveiflu. (Mynd MM). 

09.02.2016 20:59

Reiðnámskeið með Sigurbirni Bárðarsyni

Dagana 12-13. mars næstkomandi er fyrirhugað að halda reiðnámskeið í Faxaborg með Sigurbirni Bárðarsyni.
Sigurbjörn er án nokkurs vafa einn reyndasti knapi og kennari innan raða Íslandshestamennskunnar.
Verð og fyrirkomulag námskeiðsins ræðst af fjölda þátttakenda. Lágmarksfjöldi eru 10 manns og hámarksfjöldi 16.
Verð miðað við 10 manns er 30 þ. - 16 manns 20 þ.
Innifalið í verði er 2 x 60 mín. tveir í tíma, hádegismatur og leyfi til að fylgjast með kennslu.
Skráning og nánari upplýsingar eru hjá Baldri í síma 825 8269, netfang: baldur.petursson@marel.com
eða Önnu Berg í síma 857 0774, netfang: annabergsam@gmail.com.
Skráningarfrestur er til og með 2. mars.

ATH! Ef ekki næst næg þátttaka fellur námskeiðið niður.
Fræðslu og kynbótanefnd Skugga

09.02.2016 20:57

Hnakkakynning í Faxaborg

Hnakkakynning í Faxaborg !
Sunnudaginn 14. febr. 2016 - kl. 14:00-16:00
Benedikt Líndal verður með kynningu á nýja tvískipta hnakknum sínum Portos Freedom, ásamt öðrum týpum.
Hestamenn geta komið við með hesta sína og prófað hnakkana á sínum hestum!
Heitt verður á könnunni og eitthvað með því!

Tvískiptur - Portos Freedom

Hnakkur er íþróttatæki sem gerðar eru miklar kröfur til. Hann hefur það erfiða hlutverk að tengja
tvo ólíka líkama - knapans og hestsins - þannig að úr verði ein samræmd heildarmynd.
Benni´s Harmony eru hnakkar hannaðir af Benedikt Líndal, reiðkennara A og tamningameistara
Félags Tamningamanna. Hinn heimsþekkti reiðtygjaframleiðandi Stübben í Sviss, sem er
leiðandi í framleiðslu á hnökkum í hæðsta gæðaflokki er samstarfsaðili Benedikts og framleiðandi
Benni´s Harmony reiðtygjanna.
http://inharmony.is/

08.02.2016 21:25

Knapamerkjanámskeið

Knapamerkjanámskeið 1-2. fyrir fullorðna - vetur 2016

Kynningarfundur verður haldinn föstudaginn 11 . febrúar kl. 19.30 í félagsheimili Skugga.

Á fundinum verður farið yfir óskir félagsmanna um kennslufyrirkomulag svo sem kennslu fyrir stöðupróf o.m.f. Reiðkennarinn námskeiðsins verður Heiða Dís okkar og mun hún verða til svars á fundinum.

Við biðjum alla sem hafa sýnt þessu námskeiði áhuga að mæta á þennan fund svo hægt sé að hrinda námskeiðinu í framkvæmd. Lágmarksþátttaka á knapamerkjanámskeið er miðað við 5 manns.

 

Sjáumst hress á föstudaginn, Fræðslu- og kynbótanefnd Skugga.

Anna Berg, Berglind Ýr, Baldur og Þór.

04.02.2016 23:17

KB mótaröð - fjórgangur

KB mótaröðin - fjórgangur

Fyrsta mót KB mótaraðarinnar verður haldið í Faxaborg laugardaginn 13. febrúar n.k. og hefst kl. 10 (fyrr  ef skráning verður mikil).

Keppt verður í fjórgangi V2 í öllum flokkum. Keppt er í barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki,  2. flokki, 1. flokki og opnum flokki.

Skráningu skal lokið fyrir kl. 24 miðvikudaginn 10. febrúar og verður unnt að skrá í skráningakerfi Sportfengs eftir laugardaginn. Velja skal Skugga sem mótshaldara. Þeir sem hafa ekki tök á því að skrá í gegn um Sportfeng senda nauðsynlegar upplýsingar (kennitölu, IS númer, flokk og hægri eða vinstri) á netfangið kristgis@simnet.is og fá þá sent númer reiknings svo hægt sé að standa skil á skráningargjöldum sem eru kr. 1.000. - í barna - og unglingaflokki en kr. 2.500.- í öðrum.

Rétt er að benda á að til að komast á ráslista verður greiðsla að hafa borist - upplýsingar um innlagnarreikning koma fram í skráningarferlinu. Röð flokka  og úrslita birtast á fimmtudag og þá kemur einnig út fyrsta útgáfa ráslista.

Bent er á Facebook síðu KB mótaraðarinnar en þar koma nánari upplýsingar til með að birtast og þar er einnig hægt að koma á framfæri fyrirspurnum og athugasemdum.

 Mótanefnd

  • 1
Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53