Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2016 Apríl

27.04.2016 23:23

Arionbankamót Faxa og Skugga


Opið íþróttamót, Arionbankamót Faxa og Skugga, verður haldið á félagssvæði Skugga í Borgarnesi dagana 7. og 8. maí n.k. Mótið hefst kl. 10 á laugardag með keppni í fjórgangi V2.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum og greinum.

Pollaflokkur: Pollatölt.

Barnaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3

Unglingaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3

Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T1 - Tölt T4 - Fimmgangur F2 - Gæðingaskeið PP1

2. flokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3

Opinn flokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T1 - Tölt T4 - Fimmgangur F2 - Gæðingaskeið PP1 - 100 m. skeið P2

Skráning fer fram í gegn um Sportfeng (mótshaldari Skuggi) og verður skráningu lokað kl. 24 miðvikudaginn 4. maí. Ath: Tölt T4 er skráð sem Tölt T2. Eins er hægt að senda allar upplýsingar á netfangið kristgis@simnet.is ef skráning í Sportfeng gengur ekki. (Þær upplýsingar sem verða að koma eru kennitala knapa, IS númer hests, flokkur og greinar og eins upp á hvora hönd riðið er í hverri grein).

Skráningargjöld eru engin í pollaflokki, kr. 1.500.- í barna og unglingaflokki pr. grein og kr. 3.000.- í öðrum flokkum. Reikningsnúmer er 0326-13-4810 - kt: 481079-0399.

Reikna má með að forkeppni í hringvallargreinum fari fram á laugardag sem og B úrslit (ef þarf)  en skeiðgreinar og A úrslit í öllum flokkum á sunnudag.

Mótanefnd Faxa og Skugga

26.04.2016 23:35

Firmakeppni 2016

Firmakeppni 2016

Hmf Skuggi heldur sína árlegu firmakeppni sunnudaginn 1. maí n.k. á velli félagsins við Vindás. 

Hefst keppnin kl. 14 og verður keppt í eftirfarandi flokkum.

Pollaflokkur - barnaflokkur - unglingaflokkur - ungmennaflokkur - kvennaflokkur - karlaflokkur.

Fimm efsti í hverjum flokki fá verðlaun nema í pollaflokki en þar fá allir viðurkenningu. 

Allir hestfærir Skuggafélagar eru hvattir til að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði sem er fyrst og fremst til gamans og tækifæri til samveru. 

Einstaklingar sem vilja styrkja félagið af þessu tilefni og vera í "pottinum" eru vinsamlega beðnir um að greiða valgreiðsluseðil sem kominn er í heimabankann, nánar um það í formannspósti. 

Firmanefndin

01.04.2016 21:28

Fjölskyldureiðtúr

Farið verður í fjölskyldureiðtúr sunnudaginn 3. apríl, n.k. (næsta sunnudag)!

Mæting við félagsheimilið klukkan 14:00, engin skráning. 

Einnig er fyrirhugað að fara í  einn fjölskyldureiðtúr í viðbót þann 8. maí, n.k.


Ferðanefnd Skugga. 

  • 1
Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53