Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2016 Júní

30.06.2016 21:21

Miðvikudagur og fimmtudagur

Þá er lokið milliriðlum í öllum flokkum. Skuggi átti fulltrúa í barna - unglinga - og A flokki. 
Andrea Ína og Eldur urðu í 25. sæti með 8,21 í milliriðli barnaflokks
Gyða og Freyðir urðu í 22. sæti með 8,30 í milliriðili unglingaflokks.
Hersir og Jakob Svavar urðu í 11 sæti með 8,66 í milliriðli A flokks og komast því í B úrslit. 

Gyðu og Andreu Ínu er óskað til hamingju með árangur sinn og þökkuð þátttakan. Nú eigum við bara eftir að fylgjast með Hersi f. Lambanesi í B úrslitum A flokks. Þau fara fram kl. 20:30 annað kvöld. 

28.06.2016 22:47

Niðurstöður þriðjudags

Í dag fór fram forkeppni í A flokki og unglingaflokki. Eins og í öðrum flokkum áttum við þrjá keppendur í hvorum flokki.

A flokkur:
Kolbrá f. Söðulsholti og Halldór Sigurkarlsson 8,36 og 57. sæti
Prestur f. Borgarnesi og Máni Hilmarsson 8,17 og 82. sæti
Hersir f. Lambanesi og Jakob Svavar Sigurðsson 8,70 og 12. sæti og  milliriðill

Unglingaflokkur:
Ísólfur Ólafsson og Þokka f. Bergi 8,30 og 57. - 58. sæti.
Gyða Helgadóttir og Freyðir f. Mið-Fossum 8,48, 18. sætið og milliriðill
Arna Hrönn Ámundadóttir og Hrafn f. Smáratúni 8,27 og 54. sæti

Hersir og Jakob og Gyða og Freyðir komust í milliriðla. Er Þeim óskað til hamingju með góðan árangur.  Keppt er í milliriðlum í barna og A flokki á morgun og í unglingaflokki á fimmtudag. 

Á morgun keppa því Andrea Ína Jökulsdóttir og Eldur í milliriðli barnaflokks og Hersir og Jakob Svavar í milliriðli A flokks. Er þeim óskað góðs gengis og vonandi ná þau í B eða A úrslit. 

Þeim keppendum sem lokið hafa keppni er þökkuð þátttakan. 

27.06.2016 21:53

Niðurstöður mánudagsins

Hér er samantekt árangurs okkar fólks á LM 2016 í dag, mánudag. 

Mynd f. Bessastöðum og Jóhann Magnússon 8,49 og 40. sæti
Spuni f. Miklagarði og Ámundi Sigurðsson 8,13 og 97. sæti
Hrafnkatla f. Snartartungu og Halldór Sigurkarlsson 8,31 og 81. sæti


Aníta Björk Björgvinsdóttir og Klöpp f. Skjólbrekku - fékk ekki einkunn
Andrea Ína Jökulsdóttir og Eldur f. Kálfholti 8,37 og 26. sæti - milliriðill
Kolbrún Katla Halldórsdóttir og Sindri f. Keldudal 8,29 og 39. sæti


Máni Hilmarsson og Vésteinn f. Snorrastöðum - fékk ekki einkunn (8,42) , ágrip
Berglind Ingvarsdóttir og Atlas f. Tjörn 8,15 og 59. sæti
Sigrún Rós Helgadóttir og Halla f. Kverná 8,16 og 57. - 58. sæti.

Allir keppendur í þessum flokkum hafa því lokið keppni nema Andrea Ína Jökulsdóttir sem hlaut sæti í milliriðli og keppir aftur á miðvikudaginn. 
Andreu Ínu er óskað til hamingju með árangurinn og öðrum keppendum þökkuð þátttakan.

Á morgun verður forkeppni í A flokki og unglingaflokki.

A flokkur:
Kolbrá f. Söðulsholti og Halldór Sigurkarlsson 4. holl
Prestur f. Borgarnesi og Máni Hilmarsson 24. holl
Hersir f. Lambanesi og Jakob Svavar Sigurðsson 24. holl

Unglingaflokkur:
Ísólfur Ólafsson og Þokka f. Bergi 8. holl
Gyða Helgadóttir og Freyðir f. Mið-Fossum 20. holl
Arna Hrönn Ámundadóttir og Hrafn f. Smáratúni 29. holl

Þessum keppendum er óskapð góðs gengis á morgun, þriðjudag. 

26.06.2016 21:59

Mánudagur á Landsmóti

Keppni hefst í fyrramálið á LM á Hólum. Byrjað verður á forkeppni í B flokki kl. 9:00 og er röð okkar keppenda þannig:

Mynd f. Bessastöðum og Jóhann Magnússon 15. holl
Spuni f. Miklagarði og Ámundi Sigurðsson 23. holl
Hrafnkatla f. Snartartungu og Halldór Sigurkarlsson 27 holl. 

Forkeppni í barnaflokki byrjar kl. 13:30 og raðast keppendur okkar þannig:

Aníta Björk Björgvinsdóttir og Klöpp f. Skjólbrekku 11. holl
Andrea Ína Jökulsdóttir og Eldur f. Kálfholti 12. holl
Kolbrún Katla Halldórsdóttir og Sindri f. Keldudal 27. holl

Forkeppni í ungmennaflokki byrjar svo kl. 17:30

Röð okkar keppenda er sem hér segir:

Máni Hilmarsson og Vésteinn f. Snorrastöðum 13. holl
Berglind Ingvarsdóttir og Atlas f. Tjörn 16. holl
Sigrún Rós Helgadóttir og Halla f. Kverná 19. holl. 

Það verður því mikið um að vera hjá Skuggakeppendum á morgun og er þeim öllum óskað góðs gengis á brautinni. 

Í lok hvers keppnisdags verður sett hér inn yfirlit um gengi okkar fólks. Hægt er að kaupa aðgang að streymi frá mótinu í gegn um síðuna oz.com/lh.

20.06.2016 22:43

Æfingatímar á Hólum

Búið er að gefa út æfingatíma fyrir hestamannafélögin á LM2016 á Hólum. 

Fimmtudagur 23. júní

kl. 8:00 - 11:30 Frjáls fyrir alla
kl. 21:00 - 21:30 Faxi og Skuggi

Föstudagur 24. júní

kl. 20:00 - 20:30 Faxi og Skuggi

Laugardagur 25. júní

kl. 16:30 - 17:00 Faxi og Skuggi

Sunnudagur 26. júní

kl. 20:30  - 21:00 Skuggi / Faxi / Trausti

Kl. 18 - 19 á sunnudag er síðan knapafundur. 

Skoðið einnig heimasíðu LM - landsmot.is 

14.06.2016 18:57

Keppendur Skugga á LM 2016 á Hólum.

Búið er að skrá eftirtalda til keppni fyrir Skugga á LM 2016 á Hólum sem hefst eftir tæpar tvær vikur.

Barnaflokkur

Aníta Björk Björgvinsdóttir og Klöpp f. Skjólbrekku

Andrea Ína Jökulsdóttir og Eldur f. Kálfholti

Kolbrún Katla Halldórsdóttir og Sindri f. Keldudal

 Unglingaflokkur

Gyða Helgadóttir og Freyðir f. Mið-Fossum

Ísólfur Ólafsson og Þokka f. Bergi

Arna Hrönn Ámundadóttir og Hrafn f. Smáratúni

 Ungmennaflokkur

Sigrún Rós Helgadóttir og Halla f. Kverná

Máni Hilmarsson og Vésteinn f. Snorrastöðum

Berglins Ýr Ingvarsdóttir og Atlas f. Tjörn

Til vara: Þorgeir Ólafsson og Öngull f. Leirulæk

 B flokkur gæðinga

Mynd f. Bessastöðum og Jóhann Magnússon

Hrafnkatla f. Snartartungu og Halldór Sigurkarlsson

Spuni f. Miklagarði og Ámundi Sigurðsson

Til vara: Eskill f. Leirulæk og Gunnar Halldórsson

 A flokkur gæðinga

Hersir f. Lambanesi og Jakob Svavar Sigurðsson

Kolbrá f. Söðulsholti og Halldór Sigurkarlsson

Prestur f. Borgarnesi og Máni Hilmarsson

Til vara: Nótt f. Kommu og Halldór Sigurkarlsson

11.06.2016 21:07

Úrtaka - sunnudagur

Hér kemur þá ráslisti morgundagsins eins og hann lítur út núna, Væntanlega fækkar ekki á honum úr þessu. 

Tímataflan er svona eins og er. 

Tími Flokkur fjöldi
10:00 A flokkur 19
11:50 Hádegishlé
12:30 B flokkur 15
13:50 Barnafl. 6
14:20 Unglingar 3
14:40 Hlé
15:10 Ungmenni 12
16:15 Keppni lokið

10.06.2016 22:38

Úrtökumót fyrir LM - fyrri dagur

Þá liggja fyrir hverjir taka þátt í úrtökumótinu sem fram fer nú um helgina, þ.e. 11. og 12. júní. Fyrri umferðin er á morgun og hefst mótið kl. 10. Er áætlað að dómum ljúki upp úr kl. 19. 

En hér er mótsskráin fyrir fyrri daginn. 

Tímaplanið er svona.

10:00 Ungmenni 17
11:30 Unglingar 12
12:40 Hádegishlé
13:10 Barnafl. 9
13:50 B flokkur 25
16:10 Hlé
16:25 A flokkur 29
19:10 Keppni lokið

08.06.2016 00:24

Íslandsmót yngri flokka


Íslandsmót yngri flokka 

 Hestamannafélagið Skuggi mun halda Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum 2016 dagana 14. - 17. júlí n.k.

Undirbúningur stendur yfir og er formaður framkvæmdanefndar Stefán Logi Haraldsson formaður Hmf. Skugga og framkvæmdastjóri mótsins er Svanhildur Svansdóttir.

Það er ætlun Hmf Skugga að í Borgarnesi, á félagssvæði Skugga við Vindás, verði haldið glæsilegt mót þar sem saman fari góð aðstaða og að gaman verði fyrir þátttakendur, aðstandendur og aðra gesti  að dvelja í Borgarnesi þessa daga.

Hestamannafélagið Skuggi væntir þess að þátttaka verði góð og verða drög að dagskrá kynnt fljótlega. Endanleg dagskrá ræðst svo af fjölda skráninga en áætlað er að skráningu ljúki 5. júlí.

Framkvæmdanefnd Íslandsmóts yngri flokka 2016. 

03.06.2016 12:01

Vorreið Skugga

Vorreið Hmf. Skugga


Farin verður vorreið laugardagskvöldið 4 júní nk.
Kl. 20, farið verður frá tamingargerðinu

Ferðanefndin

03.06.2016 00:20

Úrtaka fyrir LM2016

Landsmótsúrtaka á Vesturlandi

Úrtaka fyrir landsmót verður haldin sameiginlega fyrir hestamannafélögin Dreyra, Faxa, Glað, Skugga og Snæfelling, laugardaginn 11. júní og sunnudaginn 12. júní, næstkomandi, á félagssvæði Skugga, við Vindás í Borgarnesi.   Keppni hefst báða dagana kl. 10:00.

Keppt verður í eftiröldum greinum:

A flokki gæðinga  -  B flokki gæðinga  -  Barnaflokki  -  Unglingaflokki  -  Ungmennaflokki.

 Athugið sérstaklega að fyrri og seinni umferð verða keyrð eins og sitthvort mótið sitt hvorn daginn, 11. og 12. júní. Það þarf að skrá sig á annað eða bæði mótin óháð hinu og skráningarfrestur rennur út samtímis fyrir bæði mótin. Sem sagt, það er ekki hægt að sjá til hvernig gengur í fyrri umferð og ákveða þá hvort maður skráir sig i seinni umferðina. Einungis er um forkeppni að ræða, ekki riðin úrslit.

Fyrri daginn verður röð keppnisgreina þessi: Ungmennaflokkur, unglingaflokkur, barnaflokkur, B-flokkur og A-flokkur
Seinni daginn verður röð keppnisgreina þessi: A-flokkur, B-flokkur, barnaflokkur, unglingaflokkur og ungmennaflokkur.

Skráning fer fram með skráningakerfinu á Sportfeng, slóðin inn á skráningakerfið er: http://skraning.sportfengur.com/  Þar er fyrst valið Mót í valmynd og á skráningasíðunni þar sem stendur Veldu hestamannafélag sem heldur mót er valið Glaður. Svo er fyllt í upplýsingar um knapa og hest og þar sem velja á atburð er valið annað hvort eða bæði:
Landsmótsúrtaka á Vesturlandi - Fyrri umferð IS2016GLA114
Landsmótsúrtaka á Vesturlandi - Seinni umferð IS2016GLA115

Næst er að velja keppnisgrein og svo smella á Setja í körfu. Að því loknu þarf að fara inn í Vörukörfuna og klára allt ferlið þar, í lokin fást þá upplýsingar um bankareikning sem greiðsla þarf að berast inn á. Það er mikilvægt að klára allt ferlið! Hægt er að hafa samband við Þórð í síma 893-1125 eða thoing@centrum.is ef vandræði koma upp við skráningu.

Skráningar þurfa að hafa borist fyrir kl. 23:59 miðvikudaginn 8. júní næstkomandi og skráningagjöld þarf að greiða innan sama tímafrests.

 Skráningargjöld eru:  Kr. 4.000,- á hvern hest, fyrir skráningu í A og B flokk

Skráningargjöld eru:  Kr. 2.000,- fyrir barna-, unglinga- og ungmennaflokk.

 Unnt verður að leigja stíur fyrir keppnishesta í reiðhöllinni Faxaborg, samdægurs eða kvöldið áður og er leigugjald pr. stíu kr. 2.000.-.  Pantanir á stíum hjá Reyni, í síma: 860 9014, eða á netfanginu: reynir@loftorka.is

Áætlað er að halda knapafund með mótstjórn, kl. 09:00 báða dagana.
Nánari tímasetningar, rásraðir og allar frekari upplýsingar um mótið verða birtar á sérstakri facebooksíðu úrtökumótsins https://www.facebook.com/vesturlandsurtaka2016

  • 1
Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53