Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2016 Júlí

29.07.2016 22:59

ULM 2016 - forkeppnin

Hér birtast niðurstöður úr forkeppninni sem fram fór í morgun, 29. júlí. Gekk hún vel fyrir sig og áfallalaust. úrslit verða síðan riðin á morgun, laugardag og hefjast kl. 10. Sama röð og í forkeppni. 

28.07.2016 20:30

Unglingalandsmótið - hestar

Þá er ráslistinn fyrir morgundaginn nokkuð klár. Eins tímataflan. Keppendur athugi að armbönd sem fylgja keppnisréttinum eru afhent í mótsstjórn Unglingalandsmóts og er nauðsynlegt að bera þau. Upplýsingar um landsmótið er að finna á landsmot.umfi.is . 

27.07.2016 00:51

Síðsumarsferð Skugga

Síðsumarferð verður farin dagana 19-21 ágúst nk. Farið verður á föstudeginum inní Álfthreppingakofa og á laugardeginum um Sópandaskarð að  Seljalandi í Hörðudal. Riðið til baka á sunnudeginum.
Skráning fyrir 10 ágúst. 
Hjá Sigga Arilíusar í síma 8972171
Eða Halldóru Jónasar í síma 8651052.

12.07.2016 12:39

Ráslisti 12.7.2016

Nú styttist verulega í það að Íslandsmót yngri flokka 2016 hefjist. Það hefst á fjórgangi unglinga kl. 9 á fimmtudag. Undirbúningur mótsins gengur vel og verður vonandi allt klárt við upphaf móts. Veðurspáin hagstæð, jafnvel von á sólskinsblíðu. 
Tjaldstæði fyrir mótsgesti er á Kárastaðatúni, beygt er hjá Atlantsolu og ekið sem leið liggur upp veginn sem þá blasir við. Unnt verður að tengjast rafmagni gegn vægu gjaldi og verða vatnssalerni á svæðinu. Skráningar eru alls 557 þannig að vel þarf að halda á spöðum til að halda tímasetningar.

Stofnuð verður Facebook síða sem hugsuð er til samskipta og dreifingar upplýsinga. Íslandsmót yngri flokka í Borgarnesi 2016. Til að tengjast þarf bara að setja "like" 

Ráslistinn er svo hérna eins og hann lítur út núna. Á honum hafa orðið allnokkrar breytingar frá því sá fyrsti leit dagsins ljós.  

11.07.2016 21:42

Ráslistinn o. fl

Í kvöld birtist ný útgáfa af ráslista á hestamiðlunum, t.d. Hestafréttum. En enn berast leiðréttingar svo ætlunin er að birta nýjasta listann á morgun, þriðjudag væntanlega fyrir hádegi. Verðru þá búið að taka tillit til þeirra athugasemda sem borist hafa varðandi bil á milli holla, breytingar á hönd og jafnvel flokkum. Eins verður þá birt aðlöguð dagskrá mótsins. 

10.07.2016 01:36

Dagskrá Íslandsmóts og ráslisti

Þá kemur hér dagskrá Íslandsmótsins eins og hún lítur út núna. Það verða meiri upplýsingar í prentaðri mótsskrá sem afhent verður við komu á mótið. Eins er hérna ráslisti. 
Pantanir hesthúsplássa þurfa ða berast á netfangið marteinn@loftorka.is og þarf að koma fram fjöldi hrossa, þar af fjöldi stóðhesta, nafn þess sem pantar og hestamannafélag. Sími Marteins er 860-9004. Athugasemdir vegna ráslista óskast sendar á netfangið kristgis@simnet.is. Ennfremur má hringja í s: 898-4569. 

Hér verður um stórt mót að ræða - rétt rúmlega 550 skráningar. 

09.07.2016 18:25

Íslandsmót Yngri flokka - sýningarskrá

Hér er hægt að skoða sýningarskrá mótsins sem hefst n.k. fimmtudag. Þetta er ekki ráslisti heldur listi yfir skráða keppendur. Dagskráin kemur í kvöld og ráslistinn kannski ekki fyrr en um hádegi á morgun. Brugðist verður við þeim athugasemdum/lagfæringum sem berast ef einhverjar - senda má leiðréttingar á kristgis@simnet.is sem allra fyrst.
  • 1
Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53