Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2016 Desember

17.12.2016 23:45

Skötuveisla á Þorláksmessu

Ákveðið hefur verið að endurtaka skötuveisluna, sem lukkaðist svo vel í fyrra.  

Skötuveislan verður haldin í félagsheimilinu, við Vindás, í Borgarnesi, ef næg þátttaka fæst!  - Föstudaginn 23. desember, n.k. og hefst hún kl. 19:00.

Verð á veisluborðinu er kr. 2.500,-, pr. mann.

Boðið verður uppá:

  • Síldarrétti / Reyktur og grafinn lax
  • Tindabykkja / Skata / Saltfiskur
  • Hefðbundið meðlæti ( Rófur, kartöflur, hamsar, hnoðmör, rúgbrauð o.þ.h.)

Fólk er vinsamlegast beðið um að tilkynna/panta fyrir hádegi á miðvikudag 21. desember, í síma:

660 2440 Magnús kokkur
897 2171 Siggi Arilíusar
774 4259 Guðbjörg Halldórs

p.s.  Félagsmenn eru hvattir til að taka með sér gesti!

f.h. Skemmtinefndar Skugga
Magnús Níelsson

12.12.2016 10:17

Af aðalfundi

Aðalfundur félagsins var haldinn þriðjudaginn 6. desember s.l. Fundargerðin verður birt hérna fljótlega ásamt skýrslum nefnda og annarra fundargagna. Stjórn félagsins er óbreytt frá því á síðasta ári. Rekstur félagsins gekk vel á síðasta starfsári og var tekjuafgangur töluverður, enda voru verkefnin óvanalega mikil á árinu. Bar þar Íslandsmót yngri flokka hæst.
Á fundinum var samþykkt tillaga um að fara í viðræður við Hmf. Faxa um sameiningu félaganna í eitt félag. Verður starfshópur um verkefnið skipaður á næstu dögum.   
  • 1
Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750204
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:05:04

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750204
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:05:04