Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2017 Júní

28.06.2017 23:18

Streymi frá FM2017

Nú verður Fjórðungsmóti 2017 streymt í gegnum LH-TV. 

 Fylgstu með Fjórðungsmóti Vesturlands 2017 á https://www.oz.com/lh . 

Upplagt fyrir þá sem ekki komast á mótið - og hægt að horfa aftur og aftur í einn mánuð.

26.06.2017 22:50

Fjórðungsmót - ráslistar

Nú styttist verulega í það að leikar hefjist á Fjórðungsmóti Vesturlands 2017. Keppni á aðalvelli hefst kl. 9:30 á miðvikudag, 28. júní á forkeppni í ungmennaflokki. Dagskráin er nánar hér fyrir neðan. 

Ráslistar miðvikudagsins 28.6.


Tölt 17. ára og yngri


Ráslistar fimmtudagsins 29.6.
Ráslistar föstudagsins 30.6.

21.06.2017 23:01

FM2017 - Dagskrá mótsins

FJÓRÐUNGSMÓT VESTURLANDS  BORGARNESI

28. júní til 2. júlí 2017

 

 

Miðvikudagur 28. júní

 

Aðalvöllur:

08:30                           Knapafundur

09:30-12:00                 Ungmennaflokkur forkeppni

12:00-13:00                 Hlé

13:00-14:00                 Tölt 17 ára og yngri (T1) forkeppni

14:00-                          B flokkur gæðinga forkeppni

                                    Hestar nr. 1-20

                                    Hlé í 15 mín.

                                    Hestar nr. 21-40

                                    Hlé í 15 mín

                                    Hestar nr. 41-

Félagsheimili Skugga:

20:00                           Vörn og kynning á meistararitgerð Gunnars Reynissonar:

                                    Hreyfigreiningar á tölti og skeiði íslenska hestsins

 

Kynbótavöllur:

10:30-12:00                 Hryssur 4 vetra

13:00-17:00                 Hryssur 5 og 6 vetra (15 mín hlé kl. 14:30 og 16:00)

17:00-18:00                 Hryssur 7 vetra og eldri

 

Fimmtudagur 29. júní

 

Aðalvöllur:

09:00-11:30                 Unglingaflokkur forkeppni

11:30-12:30                 Hlé

12:30-14:00                 Barnaflokkur forkeppni

14:15                           Forkeppni A flokkur

                                    Hestar nr. 1-20

                                    Hlé í 15 mín

                                    Hestar nr. 21-40

                                    Hlé í 15 mín

                                    Hestar nr. 41-

 

Kynbótavöllur:

10:30-12:00                 Stóðhestar 4 vetra

12:00-13:00                 Hlé

13:00-14:20                 Stóðhestar 5 vetra

14:20-15:00                 Stóðhestar 6 vetra

15:00-15:15                 Hlé

15:15-16:00                 Stóðhestar 6 vetra

16:00-17:00                 Stóðhestar 7 vetra og eldri

 

Föstudagur 30. júní

 

Aðalvöllur:

09:00-11:30                 Tölt opinn flokkur (T1) forkeppni

12:30-13:00                 Mótssetning og skrúðganga hestamanna (án hrossa)

13:00-14:30                 Yfirlitssýning hryssur

14:30-14:50                 Hlé

14:50-15:30                 Barnaflokkur B úrslit

15:30-16:10                 Unglingaflokkur B úrslit

16:10-16:50                 Ungmennaflokkur B úrslit

16:50-19:00                 Hlé

19:00-20:30                 100 m fljúgandi skeið

20:30-21:00                 B úrslit í tölti opinn flokkur

 

23:00-03:00                 Dansleikur í reiðhöll með Stuðlabandinu

 

Laugardagur 1. júlí

 

Aðalvöllur:

10:00-12:00                 Yfirlitssýning stóðhestar

13:00-13:40                 Barnaflokkur A úrslit

13:40-14:20                 Unglingaflokkur A úrslit

14:20-15:00                 Ungmennaflokkur A úrslit

15:00-15:40                 B úrslit í B flokk

16:00-17:00                 Sýning ræktunarbúa

17:00-19:00                 Hlé

19:00-19:40                 A flokkur gæðinga B úrslit

19:40-20:20                 Tölt (T1) 17 ára og yngri A úrslit

20:20-21:20                 Tölt opinn flokkur (T1) A úrslit
21:20-22:00                 Kvöldvaka á aðalvelli eða í reiðhöll (fer eftir veðri)

 

Sunnudagur 2. júlí

 

Aðalvöllur:

10:00-11:30                 Hryssur verðlaunaafhending

12:00-12:30                 B flokkur gæðinga A úrslit

12:30-13:15                 Stóðhestar verðlaunaafhending

13:30:14:10                 A flokkur gæðinga A úrslit

14:10                           Mótsslit

 

 

10.06.2017 00:35

FM 2017 - skráning í opnar greinar

Fjórðungsmót Vesturlands verður haldið í Borgarnesi 28. júní til 2. júní 2017.  Í gæðingakeppni eiga keppnisrétt félagar í hestamannafélögum á Vesturlandi, á Vestfjörðum, í Húnavatnssýslum og í Skagafirði.
Á mótinu verður einnig keppt í þessum greinum og er þar um opna keppni að ræða þ.e. allir geta tekið þar þátt:
1.       Tölt opinn flokkur
2.       Tölt 17 ára og yngri
3.       100 metra fljótandi skeið
4.       150 metra skeið
5.       250 metra skeið
 
·         Skráningargjald í tölt er 7.000 kr. á hvern hest en 3.500 kr. á hvern hest í skeiðgreinum
·         Skráning í þessar greinar hefst sunnudaginn 11. júní og lýkur á miðnætti sunnudaginn 18. júní og fer hún fram í gegnum SportFeng
·         SportFengsnúmer mótsins er IS2017LM0132.
·         Skráningargjöld skal greiða á reikning:

 • kt. 450405-2050
 • banki: 0326-26-002265
 • kvittun fyrir greiðslu skráningargjalda skal send á netfangið thoing@centrum.is Mjög áríðandi að kvittun sé send á þetta netfang
·  Í lok skráningarferlisins koma fram upplýsingar um greiðslu skráningargjalda.
 
Peningaverðlaun verða fyrir fyrsta sæti í tölti opnum flokki og 100 m fljótandi skeiði.
 

10.06.2017 00:33

FM 2017 - skráningar

Þá er komið að skráningu á Fjórðungsmót Vesturlands 2017 og fer hún fram í gegnum SportFeng.  En mótið verður í Borgarnesi dagana 28/6 til 2/7 2017 í Borgarnesi.  Dagskrá verður send út síðar eða að loknum skráningarfresti þegar hægt verður að tímasetja keppnisgreinar með tilliti til fjölda í hverri grein.  En forkeppni í gæðingakeppni öllum flokkum verður líklega á miðvikudegi og fimmtudegi 28. og 29/6 nk.
 
ATH: Félögin sem eiga keppnisrétt á mótinu skulu annast skráningu á sínum keppendum í gæðingakeppnina, ekki keppendurnir sjálfir, og þar með eru félögin ábyrg fyrir skráningunni.  Þetta á við um skráningu í A flokk, B flokk, barnaflokk, unglingaflokk og ungmennaflokk.  En keppendur skrá sig sjálfir í tölt (tölt opinn flokkur og tölt 17 ára og yngri) og skeiðgreinar sem eru 100 m, 150 m og 250 m.
 
Varðandi skráninguna skal þetta tekið fram:
·         Hvert félag sem á keppnisrétt á mótinu má senda einn keppanda fyrir hverja 50 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu (þannig að félag með t.d. 251-300 félagsmenn má senda 6 keppendur)
·         Hægt verður að skrá frá og með sunnudeginum 11. júní 2017

 • Skráningu lýkur á miðnætti sunnudaginn 18. júní 2017.  Sami frestur er til að greiða skráningargjöldin og skráning öðlast ekki gildi fyrr en skráningargjald er greitt.
 • SportFengsnúmer mótsins er IS2017LM0132.
 • Skráningargjald í gæðingakeppni (A og B flokkur, barnaflokkur, unglingaflokkur og ungmennaflokkur) er 5.000 kr. á hvern hest.  Skráningargjald í tölti er 7.000 kr. á hvern hest en í skeiðgreinum 3.500 kr. á hvern hest.
 • Skráningargjöld skal greiða á reikning:
  • kt. 450405-2050
  • banki: 0326-26-002265
  • kvittun fyrir greiðslu skráningargjalda skal send á netfangið thoing@centrum.is Mjög áríðandi að kvittun sé send á þetta netfang
 • Hvert félag má skrá tvo varahesta í hverja grein gæðingakeppninnar. Til að skrá varahest er hestur og knapi skráður inn í mótið í SportFeng en ekki merkt við neina keppnisgrein.  En senda þarf upplýsingar um varahestinn og í hvaða grein hann er varahestur í á netfangið thoing@centrum.is
 • Keppendur skrá sig sjálfir í tölt og skeiðgreinar í Skráningakerfi SportFengs og í lok skráningarferlisins koma fram upplýsingar um greiðslu skráningargjalda.
 
Félög eru hvött til að vera tímanlega með skráningar ef upp koma vandamál.  En komi upp vandamál skal hafa samband við Þórð Ingólfsson thoing@centrum.is eða s. 893 1125
 
Ræktunarbú:  Þeir sem vilja taka þátt í sýningum ræktunarbúa skulu tilkynna það fyrir miðnætti 18/06 2017 á netfangið amundi@isl.is (s. 892 5678).  Skráningargjald á ræktunarbú er 50.000 og skal greiða það á sama reikning og tilgreindur er hér að ofan um leið og skráning fer fram og kvittun send á amundi@isl.is  Lágmarksfjöldi hrossa í ræktunarbússýningu er fimm hross.  Með skráningunni skal senda nafn hrossa sem munu taka þátt, ætterni, aldur og IS númer.  Einnig upplýsingar um knapa ef hægt er.
 
Þess má geta að það verða verðlaun (peningar og/eða hlutir sem hafa peningalegt verðmæti) fyrir fyrsta sætið í tölti opnum flokki og fyrir fyrsta sætið í 100 m skeiði.
 
Með von um góða þátttöku á fjórðungsmóti Vesturlands 2017 í Borgarnesi

Framkvæmdanefndin 

07.06.2017 21:18

Ný kynbótabraut

Undanfarið hafa staðið yfir umfangsmiklar framkvæmdir á félagssvæðinu við Vindás. Gamla kynbótabrautin, sem þótti frábær hér fyrrum, hefur nú öll verið endurgerð. Brautin er nú sex metra breið og var auk þess hækkuð nokkuð. Dómarahúsi hefur verið komið fyrir við brautina og umhverfið formað og þökulagt. Nú stendur yfir kynbótasýning á vellinum og hefur brautin þótt koma vel út að mati knapa og dómara. Fyrir fjórðungsmótið verður lokið við frágang við brautina og í næsta nágrenni og verður þá svæðið allt hið glæsilegasta. Um endurgerðina sá Borgarverk ehf. en hefur mikið hefur mætt á vallar - og umhverfisnefndarmönnum félagsins ásamt fleiri félögum sem þarna hafa langt hönd á plóg.

  
 • 1
Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53