Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2017 Júlí

20.07.2017 15:58

Bikarmót Vesturlands

Ágætu félagar í hestamannafélögum á Vesturlandi. 

Þá er komið að Bikarmóti Vesturlands og að þessu sinni er það haldið í Stykkishólmi sunnudaginn 30 júlí. Þetta er mót sem opið er fyrir félagsmenn vestlenskra hestamannafélaga og er stigamót þannig að efstu þrír í hverri grein telja til stiga fyrir félagið (árangur í forkeppni gildir). Áskilinn er réttur til að fella niður grein ef færri en 3 skrá sig til leiks.

Keppnisgreinar eru:

Barnaflokkur: Fjórgangur V2 og tölt T3.
Unglingaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3 
Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3 - Fimmgangur F2 - Gæðingaskeið PP1
Annar flokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3
Opinn flokkur:  Fjórgangur V2 - Tölt T3 - Fimmgangur F2 - Gæðingaskeið PP1 - 100 m. skeið
Skráningar fara fram í gegn um sportfeng líkt og áður. Mótshaldari er Snæfellingur. 
Skráningargjöld eru: Barna - og unglingaflokkur, kr. 2.000 - pr. skráningu. Ungmenna - annar - og opinn flokkur kr. 3.000.- pr. skráningu.
Skráningu lýkur um miðnætti miðvikudaginn 26 júlí. Netfang og símanúmer fyrir aðstoð er asdissig67@gmail.com sími 8458828 
Hestamannafélagið Snæfellingur væntir þess að sem allra flestir sjái sér fært að koma í Stykkishólm og keppa fyrir félag sitt.

Mótanefnd Snæfellings 

16.07.2017 23:34

Þrjú silfur og eitt brons á Hólum

Íslandsmóti yngri flokka sem haldið var á Hólum lauk í dag. Árangur Skuggafélaga var góður, sérstaklega stóðu ungmennin sig vel. Uppskeran var þrjú silfur og eitt brons. 
Húni Hilmarson og Gyðja f. Hlemmi III 2. sæti í gæðingaskeiði
Þorgeir Ólafsson og Ögrunn f. Leirulæk 2. sætið í 100 m. skeiði
Þorgeir Ólafsson og Hlynur f. Haukatungu-Syðri 2 3. sætið í tölti T4
Máni Hilmarsson og Prestur f. Borgarnesi 2. sæti í fimmgangi F1. 

Máni og Prestur voru auk þessa valinn í landsliðið sem keppir á HM í Hollandi núna í ágúst. Frábær árangur hjá þeim og skemmtilegt verkefni framundan.

Til hamingju bræður og frændur með frábæran árangur.

15.07.2017 21:42

Íslandsmót yngri flokka á Hólum

Nú stendur yfir Íslandsmót yngri flokka á Hólum. Nokkrir Skuggafélagar eru þar skráðir til leiks. Bestum árangri hafa náð ungmennin Húni Hilmarsson á Gyðju frá Hlemmi III sem urðu í 2. sæti í gæðingaskeiði. Á morgun, sunnudag, keppa svo Máni Hilmarsson og Prestur f. Borgarnesi í A úrslitum í F2, en þeir eru í þriðja sæti eftir forkeppni, og Þorgeir Ólafsson á Hlyn f. Haugatungu-Syðri 2 í A úrslitum í T4 þar sem þeir koma inn með þriðju hæstu einkunn. Húna er óskað til hamingju með flottan árangur og þeim Mána og Þorgeiri fylgja góðar óskir inn í A úrslitin og hamingjuóskir með árangur hingað til. 
  • 1
Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53