Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2017 Ágúst

13.08.2017 23:24

Síðsumarferð Skugga

Áætlað er að fara síðsumarferð Skugga 25-27 Ágúst.

Riðinn verður smá hringur og gist í Lambafelli aðfaranótt  laugardags og Torfhvalastöðum aðfaranótt sunnudags.

 

Skráning hjá Halldóru Jónasar  í Síma 8651052 eða Sandru Björk í síma 6983902.

Kostnaði verður haldið í lágmarki og hann auglýstur síðar.

 

Ps  okkur vantar trúss, eldsneyti  og uppihald (matur og gisting) í boði.

Ferðanefnd

13.08.2017 00:32

Máni heimsmeistari

A úrslit í ungmennaflokki á HM2017 í Hollandi voru riðin í dag (laugardag). Þar komu Máni og Prestur inn með efstu einkunnina og gerðu þeir sér lítið fyrir og kláruðu verkefnið og er Máni því heimsmeistari ungmenna 2017. Skuggi sendir honum innilegar hamingjuóskir með þennan glæsilega árangur. Þeir félagar eru ekki hættir því keppni í 100 m. skeiði er eftir og taka þeir þar þátt. Örugglega verður allt gefið í þar því þá kemur í ljós hver hreppir heimsmeistaratitilinn í samanlögðu. Staða Mána er þar nokkuð sterk eftir árangurinn í F1 og T2. (mynd: mbl.is) 
 

09.08.2017 21:12

HM í Hollandi

Máni Hilmarsson, félagi í Skugga, og Prestur f. Borgarnesi stóðu sig frábærlega í dag en þá tóku þeir þátt í forkeppni fimmgangs F1. Hlutu þeir einkunnina 6,43 og dugði hún vel til að skila þeim í fyrsta sæti ungmenna. Fara þeir því beint í A úrslit á laugardaginn. Þeir eru einnig skráðir til leiks í T2, gæðingaskeiði PP1 og 250 m. skeiði P1. Skuggi óskar honum til hamingju með árangurinn í dag sem og sendir honum ósk um gott gengi í framhaldinu. 
  • 1
Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53