Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2018 Janúar

24.01.2018 21:37

Keppnisnámskeið fyrir vana og óvana

Keppnisnámskeið fyrir vana og óvana

Námskeiðið er ætlað fyrir börn, unglinga og ungmenni 

Námskeiðið verður haldið í reiðhöllinni Faxaborg.
Reiðkennari er Bjarki Þór Gunnarsson
 

Kennt verður alla þriðjudaga og byrjar námskeiðið 30.janúar og er til 27.mars. 

Verð á námskeiðið er 13.500 fyrir félagsmenn

og  26.000 fyrir aðra. 

Skráning er hjá Auði Ósk í síma 867-2186 eða á netfangið aeskulydsnefndborgf@gmail.com 

Fram þarf að koma nafn barns, símanúmer forráðamanns, aldur barns ásamt kennitölu greiðanda.

Skráning þarf að berast í síðasta lagi sunnudaginn 28.janúar

 

Æskulýðsnefnd Borgfirðings

23.01.2018 10:35

Nafn sameinaðs félags


Sameinað hestamannafélag Faxa og Skugga sem formlega var stofnað til þann 16. Janúar s.l. hefur nú hlotið nafn. Lokið er rafrænni kosningu félagsmanna þar sem hægt var að velja á milli fimm nafna. Atkvæðaseðill var sendur út á 320 netföng og alls bárust 156 atkvæði. Féllu þau þannig:

Hestamannafélagið Borgfirðingur 65 atkvæði eða 41,67% greiddra atkvæða

Hestamannafélagið Taktur 49 atkv. eða 31,41%

Hestamannafélagið Fjöður 22 atkvæði eða 14,10%

Hestamannafélagið Skeifa 11 atkv. eða 7,05%

Hestamannafélagið Glampi 9 atkv. eða 5,77%

 

Samkvæmt niðurstöðu kosningar mun félagið heita Hestamannafélagið Borgfirðingur.

Unnið er að gerð facebook síðu fyrir félagið og eins er verið að vinna í heimasíðumálum. 

21.01.2018 01:46

Íþróttamaður Borgarfjarðar

UMSB útnefndi Mána Hilmarsson íþróttamann Borgarfjarðar við hátíðlega athöfn í Þinghamri 20.janúar. Máni var tilnefndur af hestamannafélaginu Skugga fyrir glæsilegan árangur á árinu 2017 en hann varð heimsmeistari í fimmgangi ungmenna á HM 2017 í Hollandi. Sameinað félag hestamanna í Borgarfirði óskar Mána innilega til hamingju með útnefninguna og óskar honum velfarnaðar á komandi ári.

18.01.2018 23:04

Nafnakosning

Kosning um nafn á sameinuðu félagi hestamanna er hafin. Póstur hefur verið sendur á 315 gild netföng félaga í Faxa og Skugga með tengli á atkvæðaseðil. Frestur til að kjósa er til kl. 16 á mánudag 22. janúar. Athugið að það er aðeins hægt að kjósa einu sinni fyrir hvert netfang. Einnig þarf að gæta að því að ef póstföng eru varin af öflugum vírusvörnum, t.d. í fyrirtækjum þá er hugsanlegt að pósturinn fari í "rusl" póst. Nafnið verður svo opinberað á mánudagskvöld. 

18.01.2018 22:58

Frá Vesturlandsdeild félags hrossabænda

Til þeirra sem þurfa að afsetja hross.

Nú er farið að seljast meira af hrossakjöti á Japansmarkað og farið að farga hrossum til útflutnings þangað. Þeir sem vilja afsetja hross ættu því að hringja í Svenna á Hvammstanga s: 895-1147 eða Ingu Jónu á Hellu s: 512-1100 og tilkynna um afsetningu. Áríðandi er að halda slátrun áfram út febrúar svo þetta verkefni nái sem bestu brautargengi. Minnt er á að Japanshæf hross taka á sig "premium" í skilaverði.

Japanir eru farnir að kaupa meiri afurðir af hrossinu en bara pístólurnar.  Þeir kaupa orðið alla fituna, lifrina, kinnvöðvan og eitthvað meira af innyflum.  Þetta er bara besta mál.

Þótt verðið sé ekki mjög hátt,  eitthvað í kringum  122.-  pr kg,   hrossið er þá farið og ekki þarf að kaupa gröfu til förgunar.

Bestu kveðjur  frá Vesturlandsdeild Félags hrossabænda

18.01.2018 22:56

Sameining Faxa og Skugga

Sameining hestamannafélaga í Borgarfirði

Þann 16. janúar s.l. var endanlega gengið frá sameiningu hestamannafélaganna Faxa og Skugga með því að haldinn var sameiginlegur framhaldsaðalfundur félaganna þar sem ný lög voru samþykkt og kosið var í stjórn og nefndir. Félagið hefur enn ekki hlotið nafn en félagsmenn munu kjósa, í rafrænni kosningu, milli fimm nafna sem valin voru úr innsendum tillögum. Þessi nöfn eru Borgfirðingur, Fjöður, Glampi, Skeifa og Taktur. Innan fárra daga ætti því að vera orðið ljóst hvaða nafn verður fyrir valinu.

Fyrsti formaður félagsins var kjörin Þórdís Arnardóttir og með henni í stjórn eru: Haukur Bjarnason, Marteinn Valdimarsson, Reynir Magnússon, Sigurþór Óskar Ágústsson, Björg María Þórsdóttir, Guðrún Fjeldsted og Kristján Gíslason. Stjórnin á eftir að skipta með sér verkum.

Það er ætlun nýrrar stjórnar að ganga rösklega til verka, bæði hvað varðar hin praktísku atriði sameiningarinnar og eins að því að efla félagslega þáttinn, ekki hvað síst með öflugu æskulýðsstarfi. Aðstaða félagsins til mótahalds og annars félagsstarfs er með því sem best gerist og fjárhagsstaða er góð.

það er von okkar, og raunar vissa, að hér hafi verið tekið framfaraspor í félagsstarfi hestamanna. Borgfirskir hestamenn koma nú sameinaðir fram undir einu merki og öflugri en nokkru sinni fyrr. 

06.01.2018 22:26

Framhaldsaðalfundur

Aðalfundarboð

 

Framhaldsaðalfundur Hestamannafélaganna Faxa og Skugga, fyrir starfsárið 2017 , verður haldinn þriðjudaginn 16. janúar 2018, kl. 20:30, í Félagsheimilinu við Vindás, í Borgarnesi.

 

Fyrri fundum félaganna lauk með samþykkt tillögu um sameiningu félaganna og er þetta því fyrsti fundur sameinaðs félags.

 

Dagskrá verður skv. eftirfarandi:

 

1.     Fundarsetning og kjör starfsmanna fundarins

2.     Laga­breytingar - Ný lög hins sameinaða félags

3.     Kosning stjórnar, skoðunarmanna og nefnda.

4.     Fé­lags- og haga­gjöld

5.     Önnur mál - kynning á 5 völdum nöfnum úr nafnasamkeppni.

6.     Fundi slitið

 

Á fundinum verða borin upp ný lög fyrir hið sameinaða félag og liggja þau lög fyrir á heimasíðum félaganna; www.hmfskuggi.is og www.http://faxaborg.123.is

 

Fyrirhuguð er rafræn kosning um nafn á hinu nýja félagi og verða fimm nöfn, sem koma til greina, kynnt á aðalfundinum.  Eingöngu félagsmenn með virkt netfang geta tekið þátt í kosningu um nýja nafnið og því er mikilvægt að félagar tryggi að netfang þeirra liggi fyrir hjá félögunum, ekki seinna en á framhaldsaðalfundinum.

(Athugið að einungis er hægt að greiða eitt atkvæði á hverju netfangi).

 

Kaffiveitingar í boði nýja félagsins.

 

Stjórn Hmf. Skugga og

Stjórn Hmf. Faxa

03.01.2018 23:12

LH ÓSKAR EFTIR UMSÓKNUM Í AFREKSHÓP LH 2018

Tilgangur verkefnisins er að búa unga knapa undir að takast á við stór verkefni á sviði hestamennskunnar bæði hér heima og á erlendum vettvangi.

Gjaldgengir í hópinn eru knapar á aldrinum 16 til 21. árs á árinu 2018.

Valið er í afrekshóp til eins árs í senn. Í umsókn skulu koma fram allar grunnupplýsingar um umsækjandann, sem og keppnisárangur síðustu tvö keppnisár. Taka þarf sérstaklega fram hvaða mót, sæti og einkunn.

Kostnaður knapa er kr. 80.000 fyrir árið (Hægt að dreifa).

Viðburðir á vegum verkefnisins verða fjórir á árinu og er skyldumæting í þá alla.
Nánari dagskrá mun liggja fyrir í byrjun janúar.

Liðstjóri hópsins verður Arnar Bjarki Sigurðarson

Umsóknarfrestur er til og með 5.janúar 2018 og skulu umsóknir berast á netfangið lh@lhhestar.is 

ATH: Þeir sem voru í afrekshóp LH 2017 þurfa að endurnýja sína umsókn til að eiga möguleika á að halda áfram.

Arnar Bjarki veitir nánari upplýsingar á netfanginu sunnuhv@gmail.com

Metnaðarfullt verkefni og einstakt tækifæri fyrir unga knapa til að bæta sig og byggja keppnishestinn upp á markvissan hátt.

Stjórn LH

  • 1
Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750204
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:05:04

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750204
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:05:04