Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

16.08.2018 23:01

Síðsumarsgleði Borgfirðings

Síðsumargleði Borgfirðings verður haldin þann 25 ágúst að Stóra-Kroppi. Keppt verður í góðhestakeppni og kappreiðum. Grill, gleði og stuð. Keppnin hefst klukkan 14:00. 
Keppnisgreinar
Góðhestakeppni með firmakeppnissniði 
Flokkar eru eftirfarandi;
Pollar teymdir 
Pollar sem ríða sjálfir 
Börn 10 - 13 ára
Unglingar 14 - 17 ára
Konur 
Karlar

Kappreiðar/Skráning á staðnum
Skeið 150 m
Skeið 250 m
Brokk 300 m
Stökk 300 m

Kræsingar mæta á svæðið með grillmat, maturinn kostar 2.500 kr fyrir fullorðna, 1.250 kr fyrir 6 - 12 ára og frítt fyrir 6 ára og yngri.
Nefndin

02.07.2018 22:59

LM2018 í Víðidal

Örfréttir af landsmóti. Í gær var sérstök forkeppni í barna - og unglingaflokki. Allir okkar keppendur stóðu sig með miklum sóma. Kolbrún Katla Halldórsdóttir, á Sigurrós f. Söðulsholti, komst í milliriðil í barnaflokki en hún varð í 5. sæti. Í dag var svo forkeppni B flokki og ungmennaflokki. Bestum árangri okkar hesta í B flokki náði Þjóstur f. Hesti, setinn af Valdísi Ýr Ólafsdóttur en þau eru í 24-25 sæti og keppa í milliriðli. Í ungmennaflokki var hart barist eins og í öðrum flokkum og stóðu okkar keppendur sig frábærlega vel. Af þeim komust þrír þeirra í milliriðil, Þorgeir Ólafsson og Hlynur Frá HaukatunguMáni Hilmarsson og Lísbet frá Borgarnesi og Húni Hilmarsson og Neisti f. Grindavík. Á morgun verður svo forkeppni í A flokki. Hægt er að fylgjast með keppni á landsmot.is sem og á worldfeng. Myndin er af Þjósti f. Hesti og Valdísi Ýr Ólafsdóttur.

  • 1
Flettingar í dag: 185
Gestir í dag: 70
Flettingar í gær: 196
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1668588
Samtals gestir: 190476
Tölur uppfærðar: 20.8.2018 14:45:46

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 185
Gestir í dag: 70
Flettingar í gær: 196
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1668588
Samtals gestir: 190476
Tölur uppfærðar: 20.8.2018 14:45:46