Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

23.05.2018 23:18

Gæðingamót Hmf. Borgfirðings

Gæðingamót Borgfirðings og úrtaka fyrir landsmót

Mótið verður haldið 02.júní á félagssvæði Borgfirðings við Vindás í Borgarnesi.

Keppnisgreinar: 
A-flokkur gæðinga
B-flokkur gæðinga
Ungmennaflokkur
Unglingaflokkur 
Barnaflokkur
Pollaflokkur (engin röðun)

Hmf. Borgfirðingur má senda 5 keppendur í hvern flokk á LM2018.

Skráningargjald í A-flokki, B-flokki og ungmennaflokki er 4.500 kr, og í unglingaflokki og barnaflokki 3.500 kr. ekkert skráningargjald er í pollaflokki.

Við viljum minna á að þátttaka á mótinu er bundin aðild að hestamannafélaginu Borgfirðingi í polla-barna-unglinga og ungmennaflokki (hestur þarf einnig að vera í eigu félagsmanns).Í A-flokki og B-flokki þarf eigandi hestsins að vera í Borgfirðingi. Keppni hefst stundvíslega klukkan 09:30.

Skráning fer fram á sportfeng og hefst 23.05 2018 og lýkur á miðnætti 30.05.2018, velja þarf Borgfirðing sem mótshaldara og mótið Gæðingamót Borgfirðings, kvittanir fyrir greiðslu á skráningargjaldi sendist á hmf.borgfirdingur@gmail.com, pollar senda skráningar á netfangið falkaklettur5@gmail.com þar sem þarf að koma fram nafn og aldur knapa og nafn hests.

Þeir sem hafa áhuga á að leigja stíu í reiðhöllinni Faxaborg geta sent pantanir á Heiðu Dís Fjeldsted í netfangið ferjukot@gmail.com

Mótanefnd

29.04.2018 21:38

Firmakeppni Borgfirðings

Firmamót Borgfirðings verður haldið í Borgarnesi þann 1. maí.

Keppt verður eftirfarandi flokkum:
Pollar
Börn
Unglingar
Ungmenni
Konur
Karlar

Hefst keppnin kl 13.

Verðlaunaafhending og kaffiveitingar í félagsheimilinu að lokinni keppni.

29.04.2018 00:08

Íþróttamót Hmf. Borgfirðings

Opið íþróttamót Borgfirðings verður haldið á félagssvæði Borgfirðings í Borgarnesi dagana 5. og 6. maí n.k. 
Mótið er opið félögum í hestamannafélögum í LH.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum og greinum. 
Pollaflokkur: Frjáls aðferð (9 ára og yngri)
Barnaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3
Unglingaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3
Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3 - Fimmgangur F2 - gæðingaskeið
2. flokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3
1. flokkur. Fjórgangur V2 - Tölt T3 - Tölt T4 -Fimmgangur F2 og gæðingaskeið
Opinn flokkur: Fjórgangur V1 - Tölt T1 - Fimmgangur F1 og gæðingaskeið
Skeið 100 metra
Skráning fer fram í gegn um Sportfeng (mótshaldari Borgfirðingur) og verður skráningu lokað þann 2. maí klukkan 14:00.
Skráning í pollaflokk fer í gegnum hmf.borgfirdingur@gmail.com þar sem fram þarf að koma nafn knapa, aldur knapa, nafn hests og litur og hvorn flokkinn á að skrá barnið í, þ.e. pollar sem teymt er undir og pollar sem ríða sjálfir. Vinsamlegast athugið að pollum er óheimilt að mæta á stóðhestum.

Skráningargjöld eru engin í pollaflokki
Skráningargjald í barna og unglingaflokki er kr. 2.500.- pr. grein. 
Skráningargjald í ungmennaflokki og fullorðinsflokki er kr. 3.500 pr. grein.
Skráningargjald í gæðingaskeið 3.500 kr.
Skráningargjald í flugskeið 2.500 kr.

Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina og /eða fella niður greinar og flokka ef ekki næst næg þáttaka. Stefnt er að tveggja daga móti en verði skráningar fáar áskilur mótanefndin sér rétt til að klára mótið á einum degi. Vinsamlegast athugið að ef greiðsla hefur ekki borist er keppandi ekki skráður á mótið. 
Hægt er að hafa samband við Maríu Magnúsdóttir 899 5600 (maria@maria.is) til þess að leigja stíur í reiðhöllinni Faxaborg yfir mótið.
Kær kveðja Mótanefnd Borgfirðings

  • 1
Flettingar í dag: 1468
Gestir í dag: 102
Flettingar í gær: 3145
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 1637163
Samtals gestir: 186212
Tölur uppfærðar: 24.6.2018 14:34:54

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 1468
Gestir í dag: 102
Flettingar í gær: 3145
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 1637163
Samtals gestir: 186212
Tölur uppfærðar: 24.6.2018 14:34:54